Flest allir eru í vinnu eða skóla, eða eru að byrja í skóla, og margir hafa þar af leiðandi ekki eldunaraðstöðu eða aðgang að eldhúsi, ísskápi t.d., til að athafna geyma matinn sinn.
Ég er nýbyrjaður í Fjölbraut í Ármúla, sem er vonandi góður skóli. En ég varð ágætlega hneykslaður þegar ég sá að það var ekkert annað hægt að kaupa en kók, snickers, trópí og skyr.is í litla mötuneytinu sem er þar. Ég bað um vatn að drekka þar í dag, og afgreiðslufólkið varð bara hneysklað á HOLLUSTUNNI í mér. Fólk er þarna allan daginn og á það að lifa á þessu?
Án þess að fara út í frekari sálma um matarvenjur í skólum landsins þá vil ég hvetja ykkur til að senda inn það sem þið kaupið ykkur, eitthvað sem þið lumið á.
Þetta verður að vera eitthvað sem er hægt að kaupa í t.d. næstu 10-11 búð, í hádegismat, “götum” í skólum. Verður að vera ÓDÝRT, HOLLT, FLJÓTLEGT og lítil fyrirhöfn. Einnig mætti líka nefna sérstaklega fitusnauðan mat.
Til að gefa ykkur hugmynd um það sem ég er að tala um:
0. VATN
1. Skyr.is, eða KEA skyrið (vantar þó skeið í það, á maður að nota tunguna eða puttana?!?!)
2. Trópí, kókómjólk, mjólk og aðrar 1/4 lítra fernur.
3. Samlokur, sómi, júmbó o.fl.
4. Jógúrt, MS, pascual o.fl.
5. Ávextir, bananar (bananar eru mesta snilld náttúrunar, svo einfalt að éta þetta að meira segja apar kunna það!!)
Flest allt grænmeti er selt í risa fjölskyldupökkum, svo ómögulegt er fyrir fátækt námsfólk að punga út 500 kalli fyrir þremur salatblöðum. Jarðaber og bláber eru t.d. seld í risa-öskjum sem kosta upp í 600 kr. Jæja, ég ætla ekki að nöldra meira um það.
I'm out.