Já Þorláksmessa á morgun og ég er ekki komin í neitt jólaskap. Jú ég hlakka til jólanna en jólaskapið er enganvegin komið. Hvar er þetta jólaskap? Áður fyrr var ég komin með rosalegt jólastuð hálfum mánuði fyrir jól.
Það er allt tilbúið hér heima fyrir jólin við eigum bara eftir að fara í jólabaðið og klæða okkur í fötin og þá eru jólin bara byrjuð.
Tréið komið upp, lestin komin undir tréið, jólalandið undir tréinu reddy, allar skreytingar og allt.
Ég er reyndar ekki búin að hlusta mikið á jólalög þetta árið er það kanski útaf því? Lögin eru bara svo leiðinleg, komin með ógeð af þeim. Sammt Baggalútur er alveg að meika það með sín jólalög finnst ykkur það ekki?
En ég bara vona að ég komist í jólaskap á morgun því ekki vill ég hafa ójólalegt um jólin. haha
En hvað segiði, eru þið komin í jólafýlinginn ?



[vá þessi korkur er ábyggilega í meira jólastuði en ég, allavegana mikið af eithverju "jól" í honum.. hee im so funny]
Killing Is as Easy as Breathing!