Jól hefjast nú aðfarakvöld 25. desember. Þau eiga sér á norðurslóðum ævaforna sögu tengda vetrarsólhvörfum. Nafnið er norrænt, og er einnig til í fornensku. Frummerking þess er óljós. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær jól voru haldin í heiðnum sið, sennilega með fullu tungli í skammdeginu. Ekki vita menn heldur hvernig þau voru haldin, nema að þau voru drukkin með matar og ölveislum. Buðu íslenskir höfðingjar oft fjölmenni til jóladrykkju. Norræn jól féllu síðar saman við kristna hátíð. Svipuð kristnun heiðinna hátíða um þetta leyti hafði áður átt sér stað suður við Miðjarðarhaf, og var þá ýmist minnst fæðingar krists eða skírnar. Á 4. og 5. öld komst sú venja víðast á að minnast fæðingarinnar 25. desember en skírnarinnar og tilbeiðslu vitringanna 6. janúar, og má þangað rekja jóladagana 13 á Íslandi. Helgi aðfangadagskvölds á rót sína í vöku sem almenn var kvöldið fyrir kaþólskar stórhátíðir enda var oft talið að sólarhringurinn byrjaði á miðjum aftni klukkan sex. Fasta fyrir jól var einnig lögboðin, stundum miðuð við Andrésmessu 30. nóvember, en oftast fjórða sunnudag fyrir jól. Þaðan eru sprottnir aðventusiðir síðari tíma. Mikil þjóðtrú tengist jólum og jólaföstu í miðju íslensku skammdegi.

Íslendingar eru mikil jólabörn. Lega landsins gerir það að verkum að hér er dimmt stóran hluta úr deginum þegar líður að vetrarsólstöðum. Það kann að skýra mikinn áhuga landsmanna á að skreyta húsin sín ljósum. jólum. Upp úr 1. desember fara jólaskreytingar að sjást fyrir alvöru í heimahúsum og flest eru þau orðin fullskreytt um miðjan mánuðinn. Fyrstu tvær vikur desembermánaðar eru mesti annatíminn í jólaundirbúningnum. Á flestum heimilum er mikill bakstur, allt upp í tíu tegundir af smákökum, randalín og rúllutertubrauð svo eitthvað sé nefnt. Auk þess tilheyrir íslenskum jólaundirbúningi að gera heimilið hreint frá toppi til táar, kaupa gjafir, jólaföt og mat. Mikið er borist á í mat yfir jólahátíðina. Flestir borða reykt svínakjöt og rjúpur. Svínakjötshefðin er komin frá frændum vorum Dönum og er nýleg þar sem svínarækt á Íslandi á sér ekki langa sögu og lengi þurfti heilmikla útsjónarsemi til að komast yfir svínakjöt. Rjúpur eru aftur á móti séríslenskur jólaréttur. Líkt og laufabrauðið var rjúpan upphaflega fátækrakrás og bara borðuð á þeim heimilum sem höfðu ekki efni á að slátra lambi fyrir jólahátíðina. Á jóladag er svo borðað hangikjöt, en það er lambakjöt sem er reykt við sauðatað. Annar algengur réttur á matseðlinum er möndlugrautur sem er hrísgrjónagrautur sem fær nafn sitt af þeim sið að út í hann er sett mandla. Svo verður að borða grautinn þar til einhver bítur í möndluna og fær hinn heppni möndlugjöf.

Þorláksmessa er mikill annadagur hjá flestum. Jólatréð er skreytt, undirbúningur er hafinn við matargerð aðfangadagsins og síðasta skrautið er sett upp. Sumir eru jafnvel enn að ná í síðustu jólagjafirnar og margir nota daginn til að pakka þeim inn. Sú hefð að borða kæsta skötu á Þorláksmessu er upprunnin á Vesturlandi en sífellt fleiri hafa tileinkað sér þann sið. Á aðfangadag setja margir sígrænar skreytingar og logandi kertaljós á leiði ástvina og þá eru kirkjugarðarnir fallegir á að líta baðaðir ljósum. Klukkan sex á aðfangadagskvöld eru svo jólin hringd inn í kirkjum landsins, messur hefjast, kveikt er á ljósunum á jólatrjám í heimahúsum og fólk óskar hvert öðru gleðilegra jóla. Eftir ríkulega máltíð sest heimilisfólkið við jólatréð og gjöfunum er dreift.

Orðið jól kemur þegar fyrir í heiðnum sið og var þá notað um miðsvetrarblót, sólhvarfahátíð. Síðar þegar kristni barst til Norðurlanda og fæðingar Krists var minnst á svipuðum tíma færðist heitið á heiðnu hátíðinni yfir á þá kristnu. Í færeysku er notað jól, í dönsku, norsku og sænsku jul. Í norsku er jol upprunalegra, en jul er tekið að láni úr dönsku. Orðið juhla ‘hátíð’ er fornt tökuorð í finnsku úr norrænu og sýnir háan aldur orðsins. Uppruni orðsins er umdeildur. Elstu germanskar leifar eru í fornensku og gotnesku. Í fornensku eru til myndirnar ol í hvorugkyni og ola í karlkyni, til dæmis rra ola ‘fyrsti jólamánuðurinn’, það er ‘desember’ og fterra ola ‘eftir jólamánuðinn’, það er ‘janúar’. Einnig er þar til myndin ili sem notuð var um desember og janúar. Í gotnesku, öðru forngermönsku máli, kemur fyrir á dagatali fruma jiuleis notað um ‘nóvember’, það er ‘fyrir jiuleis, fyrir desember’. Skylt þessum orðum er íslenska orðið ýlir notað um annan mánuð vetrar sem að fornu misseratali hófst 20.-26. nóvember. Sumir vilja tengja þessar orðmyndir indóevrópskum stofni sem merkir ‘hjól’ og að átt sé við árshringinn. Aðrir giska á tengsl við til dæmis fornindversku ycati ‘biður ákaft’ og að upphafleg merking hafi þá verið ‘bænahátið’. Hvort tveggja er óvíst.


Jésus Kristur fæddist fyrir um 2000 þúsund árum og það ár er í okkar tímatali númer eitt. Þá var enginn á íslandi nema fuglar, fiskar, pöddur og mörg falleg tré. Langa, langa, langa, nær endalausir langa langa afar og ömmur íslendinga voru þá í Noergi, Írlandi og fleiri löndum. Þá héldu menn í menningarlöndunum suður við miðjarðarhafið jól til að fagna frjósemi jarðar, fagna því að sólin snýr við á göngu sinni og lætur blóm og grös vaxa á ný. Menn fögnuðu nýrri fæðingu sólar, þrælarnir fengu að gleðjast með húsbændum sínum og allir fengu nógan mat og drykk. Þetta voru fínar veislur sem stóðu í marga daga , og krakkar fengu að vera með og dansa og fíflast fram á nótt. Þessar veislur voru oft haldnar á fyllu tungli svo að menn og börn gátu dansað í birtunni. Í Rómaveldi var stærsta veislan um jólaleytið helguð guðinum Satúrnusi sem stjórnaði frjósemi jarðar. Þetta voru heiðin jól, en kristnir menn kalla trú þeirra manna sem ekki trúa á Jesúm Krist heiðna trú. Rómaveldi sem réði yfir stórum hluta Evrópu og löndunum í kringum miðjarðarhaf, gerði kristna trú að ríkistrú. En menn vildu ekki hætta að skemmta sér á jólunum, menn vildu ekki hætta við dans, gjafir í mat og víni og dýrlegar leiksýningar á jólunum. Þess vegna var ákveðið að 25. desember , sem í Rómaveldi hafði verið fæðingardagur hinnar ósigrandi sólar, væri fæðingardagur frelsarans Jesú. Réttur fæðingardagur Jesú var löngu gleymdur, en eftir að menn tóku að trúa á þann guð, sem hann boðaði, var Jesú sjálfur kallaður ósigrandi sól og ljós heimsins. Menn vissu ekki hvenær hann átti afmæli, en trúðu því að hann væri ekki maður með venjulegan afmælisdag eins og við hin, heldur sonur guðs. Hann er í augum þeirra sem á hann trúa ljós jólanna - eins konar jólasól.

Jól norænna fornmanna

Fyrir meira en ellefhundruð árum hófst landnám á Íslandi. Þá sigldi fólk í stórum hópum til íslands. Þetta voru norskir og írskir bændur með fjölskyldur sínar, húskarlar, húskonur, og nokkrir víkingar með írska þræla. Norðmennirnir voru flestir heiðnir, en fólkið sem hingað kom frá Írlandi var kristið. Við köllum stundum tímann, áður en við tókum kristna trú, fornöld. Fornöld var lengur á norðurlöndum en í suður Evrópu. Það var ekki fyrr en árið 1000, þegar tíu hundruð ár voru liðin frá fæðingu Jesú, að Íslendingar tóku kristna trú og fóru að halda kristin jól. Þá voru sumar þjóðir suður í Evrópu búnar að hafa þá guðstrú sem Jesú boðaði í mörg hundruð ár. Víkingarnir sem bjuggu innan um friðsama bændur á Norðurlöndum fóru á landnámsöld í grimmilegar ránsferðir suður til Evrópu. Þeir voru villimenn í augum manna í englandi, Írlandi og Frakklandi því þeir rændu klaustur og rupluðu, drápu menn og gerðu aðra að þrælum sínum. En árið 1000 voru kristnar hugmyndir farnar að berast til Norðurlanda frá þjóðunum sunnar í álfunni. Íslendingar tóku þá kristna trú. Þá hættu Íslendingar og Norðurlandabúar að trúa á fornu guðina sína og fengu hinn kristna guð, Jesúm, Maríu og dýrlingana í staðinn. Fólkið í norðri fór að líta á heiminn með augum kristinna manna. Ótrúlega stutt er síðan að sá siður lagðist niður að taka þræla, það gerður kristnir menn líka fyrir nokkrum mannsöldrum. En það þykir slæmt sem er gert við mann sjálfan . Kristnum mönnum þótti fyrr á öldum allt í lagi að sækja þræla til Afríku þó að helmingurinn dæi á leiðinni, og halda síðan heilög jól. En kristnum mönnum þótti það aftur á móti mikil villimennska þegar víkingarnir gerðu þá sjálfa að þrælum. Kristnir menn hafa á öllum öldum farið í hræðileg stríð og jörðin verið af blóði á jólum. Mannkindin er því miður ansi gölluð eins og skynsöm börn sjá fljótt þegar þau hugsa um heimsmálin. Sumir eru að springa af spiki og ofáti og henda mat meðan aðrir deyja úr hungri. Á jólunum fær ríka fólkið oft samviskubit og gefur þeim sem eru fátækari peninga fyrir mat og klæðum. Þannig hefur það verið á öllum öldum líka í fornöld. ítið er vitað um jólin áður en norrænir menn, þar á meðal íslendingar, fóru að trúa Jesúm



Jólin eldri en marga grunar
- kristnir menn litu á Satúrnusarhátíðina sem guðlast og skurðgoðadýrkun


Í huga flestra tengjast jólin fæðingu Jesú Krists fyrir um 2000 árum og kristinni trú. Jólin eiga sér mun eldri sögu og fyrir 4000 árum héldu íbúar Mesópótamíu tólf daga hátið í kringum vetrarsólstöður. Hátíðin var haldin til heiðurs guðinum Marduk sem samkvæmt trú Mesópótamíubúa barðist við ill öfl á þessum árstíma. Á hverju ári fórnuðu íbúarnir leikkonungi sem átti að standa við hlið Marduks í baráttu sinni. Leikkonungurinn var oftast dæmdur glæpamaður sem klæddur var í viðhafnarklæði og auðsýnd konungleg virðing. Persar og Babýlóníubúar héldu svipaða hátíð sem nefndist Sacaea og í einn dag á ári skiptust húsbændur og hjú á hlutverkum. Þrælar urðu húsbændur og húsbændur vinnuþý.

Illir andar
Evrópubúar trúðu því að illir andar, álfar og tröll væru mikið á ferli um jólaleytið og sérstakar helgiathafnir fóru fram til að tryggja að sólin hækkaði aftur á lofti. Íbúar í nyrsta hluta Skandinavíu sáu ekki til sólar í heilan mánuð í mesta skammdeginu og sendu menn á fjöll til að leita að sólinni. Þegar þeir komu til baka með þær fréttir að sólin væri að hækka á lofti var haldin stórveisla þar sem eldar voru kveiktir til að bjóða hana velkomna.

Satúrnusarhátíð
Grikkir blótuðu Kronos um vetrarsólstöður og Rómverjar héldu hátíð Satúnusar um svipað leyti. Satúrnusarhátíðin stóð frá miðjum desember og fram til 1. janúar. Hátíðin fór að miklu leyti fram úti á götu og fólk klæddist grímubúningum, fór í skúðgöngur, hélt átveislur (eins og við), heimsóti vini og gaf gjafir. Rómverjar skreyttu heimili sín um jólin og logandi kerti voru hengd á sígræn tré. Einnig þekktist að húsbændur þjónuðu þrælum sínum. Kristnir menn í Róm litu á Satúrnusarhátíðina sem argasta guðlast og skurðgoðadýrkun. Þeir vildu stöðva átið og gleðskapinn og halda upp á fæðingu Krists með bænum og kirkjusókn. Þegar kristni var lögtekin sem ríkistrú í Róm reyndu kirkjunnar menn að stöðva hin heiðnu hátíðarhöld en með litlum árangri. Smám saman yfirtók kirkjan vetrarsólstöðurnar og hugmyndina um upprisu sólarinnar og gerði hana að sinni.

Ákveðið árið 350
Ekkert er vitað um nákvæman fæðingardag Jesú Krists en sagan segir að haldið hafi verið upp á hann frá því um árið 98 og að árið 138 hafi biskupinn í Róm gert hann að stórhátíð. Það var svo árið 350 að Júlíus páfi 1. ákvað að fæðingardagur Krists skyldi haldinn hátíðlegur 25. desember ár hvert.

DV 2001





Aðventukransar
Aðventukransar þeir sem margir útbúa til heimilisskrauts á jólaföstu er tiltölulega ungt fyrirbæri. Suður í Evrópu er að vísu gamall siður að skreyta híbýli sín með sígrænum greinum við hátíðleg tækifæri.
Almennt fóru aðventukransar þó ekki að sjást á Íslandi fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld og þá fyrst sem skraut í einstaka búðargluggum eða á veitingahúsum. Þeir breiddumst mjög hægt út og urðu ekki umtalsverð söluvara fyrr en milli 1960-70. Samtímis því færðist í vöxt að fólk byggi til sína eigin aðventukransa. Aðventukransarnir bera fjögur kerti og er kveikt á einu fyrir hvern sunnudag í aðventunni. Guðspjöll sunnudaganna boða komu Drottins. Logandi kertin merkja komu Krists og aðdragandann að henni. Litur aðventunnar er fjólublár.

Fyrsta kertið er Spámannskertið, sem minnir á fyrirheit spámannanna um komu frelsarans.

Annað kertið er Betlehemskertið, og heitir eftir fæðingarbæ Jesús.

Þriðja kertið er Hirðakertið, nefnt eftir hirðingjunum sem fyrstir fengu fregnir um fæðingu frelsarans.
Skömmu eftir stofnun útvarpsins 1930 var farið að lesa jólakveðjur sem voru fyrst ætlaðar hlustendum á Grænlandi og útlendingum búsettum á Íslandi. Í kringum 1940 nefnist þessi dagskrárliður „Jólakveðjur og ávörp til skipa á hafi úti og sveitabýla“. Árið 1943 heyrast jólakveðjurnar fyrst á Þorláksmessu. Árið 1956 er bryddað upp á þeirri nýbreytni að flytja kveðjur frá Íslendingum erlendis. Í dagskrá stendur: „Jólakveðjur frá Íslendingum í Stuttgart og e.t.v. víðar“. Þetta tíðkaðist um nokkurra ára skeið og var jafnan framkvæmt þannig að Íslendingar búsettir erlendis söfnuðust saman á heimili einhvers þeirra og lásu inn á segulband. Kveðjurnar voru síðan sendar með pósti til Íslands og útvarpað kl. 13.00 á jóladag. Ekki hefur varðveist nein upptaka af þessum toga en Matthildingum hefur þótt ástæða til að gantast með dagskrárliðinn á árunum 1970-1972 í Útvarpi Matthildi. Dagskrárliðurinn lagðist af um svipað leyti.
Jólakveðjurnar í núverandi mynd hafa verið á dagskrá Rásar 1 síðustu áratugina og þykir mörgum þær ómissandi við jólaundirbúninginn.

(Heimildir Ruv.is)

Um jólin1932 byrjaði Ríkisútvarpið að senda jóla- og nýárskveðjur og voru þær í fyrstu einkum til sjómanna á hafi úti. Danska útvarpið hafði tekið þennan sið upp fimm árum áður en fór seinna að senda kveðjur til Færeyja og Grænlands. Jólakveðjur íslenska útvarpsins fóru hinsvegar fram úr öllu því sem þekkt var í nálægum löndum. Einkum jukust þær á stríðsárunum þegar fólk sem flykkst hafði úr sveitum í atvinnu á höfuðborgarsvæðinu tók að senda kveðjur heim til sín. Þótti mörgum sem heima sat gott að heyra nafn sitt og heimilisfang hljóma á öldum ljósvakans. Á síðari árum hefur það síðan farið mjög í vöxt að fyrirtæki og stofnanir sendi viðskiptavinum um land allt jólakveðjur sem eru í reynd einskonar auglýsing.

Jólakveðjurnar eru einn af þeim hlutum sem eru til þess að setja punktinn yfir góða aðventu, og eru algjörlega ómissandi, þegar ég var lítill, reyndi ég oft að skrifa niður öll nöfn sem komu fyrir í kveðjunum, þetta var svona til þess að drepa tímann. Og annað skondið ég man alltaf eftir því þegar Yngvar og Gylfi sendu jólakveðjur í alla landshluta.




Fjórða kertið er Englakertið, sem minnir okkur á englana sem fluttu fréttina um fæðingu frelsarans.
Ein svöl