Ég var að velta fyrir mér hvort ég væri eina sem er að pirra mig á þeim vörum sem fyrirtæki velja til að auglýsa sem jólagjöfina. t.d. í sunnudagsmogganum þá er auglýsingar fá Ellingsen um frumlegu jólagjöfina í ár, sem er HEIL flaggstöng. á ekki meira né minna en frá 36.000 upp í 45.000. miðað við að ég hugsa að flestir séu að reyna að minnka eyðsluna þessi jól þá efast ég stórlega um að þeir fái einhvað stórkostlegt flaggstangaæði út á þessa auglýsingu. væri ekki nær að reyna að auglýsa vörur sem hin meðal jón og gunna hefur áhuga og efni á að gefa? gefa manni góðar hugmyndir af sniðugum frumlegum gjöfum sem setja mann ekki á hausinn.
Ég er reyndar búin að breita mjög mikið jólagjafahefðinni sem ég hef ákveðið að skapa í minni litlu fjölskyldu síðan ég fór að búa. ég er ekkert að kaupa bara eitthvað handa öllu fjarskylda frændfólkinu. ég man t.d. eftir því að sumar gjafirnar sem ég fékk frá fólki sem þekkti mig sama og ekkert þegar ég var lítil fóru sko beint inn í gleymslu bara. er þá ekki betra að sleppa þeim bara? ég veit að mér hefði sko verið sama.
Mér finnst það miklu frekar vera vottur um jólaandann að velja að kostgæfni gjöf sem ég veit að viðkomandi á eftir að vera ánægður með en að eyða meiri pening bara til að reyna að fela það að ég hef ekki hugmynd um áhugasvið og smekk viðkomandi.

kv. Pooh