Jólakortin Jæja þá var mar loks að klára að gera jólakortin, Við mamma gerðum eitthvað 50 kort eða eitthvað. Eigum reyndar eftir að skrifa inní þau og stíla þau á hvern og einn. Vorum bara rétt að föndra þaug núna.
Vorum með þetta venjulega bara.. Tússliti, Glimmer og svona dótarí til að líma á kortin.
Svo vorum við líka með svona stimpla, ansi sniðugt og mjög flott.
Fyrst dýfir mar stimplinum í Stimpilpúða sem er svona einskonar lím á, Síðan stráir mar dufti á það og hitar svo. Við hitum þetta yfir ristavélinni en sumir nota hárblásara. Við hitann þá bráðnar duftið og verður svona.. Jah ansi flott bara.
Það er hægt að kaupa allt þetta stimpildót hjá Tiffanys (sem er rétt hjá Veitingahúsinu hans Sigga Hall) það er reyndar mjög dýrir stimplarnir þar svo það er gott ef mar á stimpla sjálfur.
Einnig er hægt að kaupa penna þar sem mar notar í stað stimplana. Þá bara teiknar mar, stráir duftinu yfir og hitar :)
Svo auðvitað fá allir jólamynd af Kisunni minni með kortinu sínu ;)