Mitt framtak í jólasagnasamkeppnina í ár. Sagan er um jólin eins og þau eru fyrir mér í ár þó hún sé kannski ekki 100% í anda jólanna…


Draumurinn sem varð að martröð..

Jólin í fyrra voru jólin sem áttu að verða bestu jól í heimi! Jólin eru fjölskyldutími, þá á öll fjölskyldan að sameinast og borða góðan mat og skiptast jafnvel á gjöfum ekki satt?

Allavega átti ég mér þann draum í fyrra, að reyna að sameina aðeins mína tvístruðu fjölskyldu, gerði mér reyndar engar vonir um að mamma kæmi en restin af fjölskyldunni minni ætlaði að halda heilög jól. Jólin þar áður heima hjá mömmu, höfðu ekkert verið neitt sérstaklega merkileg, án þess að vita hvað væri að þá brotnaði ég saman rétt fyrir jól. Það var margt sem hafði verið búið að angra mig en að lokum var það bara of mikið og var ég því í mjög tilfinningalegu ójafnvægi sem varð til þess að setja átti mig á þunglyndislyf. En þessi jól áttu að verða einstök, engum öðrum jólum lík! Fyrstu jólin mín utan gamla heimilisins míns, engir að drekka sig í hel eða röfla í mér þvílíkur munur yrði það, þetta áttu að vera bestu jól í heimi!

Í fyrstu áttu það bara að vera ég, pabbi, “eldri eldri” bróðir minn, stjúpmamma mín og dóttir hennar sem var nýlega flutt til okkar og var voðalega feimin. En svo tók mamma sig til og henti yngri eldri bróður mínum út yfir jólin, hversu mikil grimmd getur verið í einni móður? Þó svo mér og bróður mínum hafi ekki komið vel saman í fleiri fleiri ár, í raun hötuðumst við að mestu leiti þá sömdum við frið til að halda uppá jólin. Í fyrsta sinn í 8 ár ætluðum við systkinin að setjast niður með pabba á jólunum, í fyrsta skiptið í 7 ár var eldri eldri bróðir minn með okkur á jólunum, þetta hefði átt að geta verið hin fullkomnu jól, eitt andartak fannst mér ég raunverulega eiga heima þarna! Það var tilfinning sem var mér nánast ókunnug þar sem ég hef lengi vel ekki haft neitt fast heimili, sársaukafull staðreynd en þannig er það bara.

En til að útskýra afhverju þetta gekk ekki upp ætla ég að útskýra nokkrar staðreyndir um fjölskyldu mína, mamma mín er alki í afneitun og pabbi mjög skapmikill vinnufíkill. Annar bróðir minn er óvirkur dópisti og hinn hefur eining komist í kast við lögin á annan hátt, líklega er ég sú eina okkar sem er með alveg hreint sakavottorð..

Í raun á ég bestu fjölskyldu í heimi, en hún er bara ekki skyld mér!

Þorláksmessukvöld virkaði ætla að verða ágætt, í fyrsta skipti á ævinni settist ég róleg niður og drakk sátt með fjölskyldu minni. Það var mjög nice allt saman, en þetta var í fyrsta skipti sem dóttir stjúpu minnar drakk og mamma hennar var ekkert allt of tillitsöm við það, þegar hún vildi ekki meira stríddi hún henni og sagði að hún þyrði ekki að drekka fyrir framan mömmu sína. Þar með tók litla “systir” mín aftur við áfenginu og drakk þar til ég stoppaði hana af og sagði henni að hlusta á sjálfa sig, ef hún vildi ekki meira þá ætti hún ekki að drekka meira, en það var of seint þar sem skömmu seinna var tilfinningarvakningin sem áfengi vekur í sumum farin að segja til sín… Meiri hluta þess sem eftir var kvöldsins grét hún bara, ég reyndi ásamt öðrum að hugga hana en það var eitthvað að angra hana sem hún vildi ekki segja okkur þá. En þar fyrir utan var þetta en ágætis kvöld.

Aðfangadagur rann upp, það var byrjað að elda matinn og allt leit vel út, ég klóraði mig fram út því að blanda jólaöl, en það var líklega það eina sem var í 100% lagi, því hvað gerðist svo er ég ekki alveg viss um. Allt í einu voru pabbi minn og stjúpa farin að rífast heiftarlega =S Rifrildið endaði með því að hún ætlaði að labba út á jólunum, um hálftíma fyrir mat, með dóttur sína með..

Ég sem hafði alltaf reynt að vera sterk, orðin 16 ára þarna og fannst mér því bera skylda til að bera smá ábyrgð, það brást eitthvað innra með mér að sjá fjölskyldu mína, þá litlu sem hafði raunverulega verið mér svo kær vera að leysast upp útaf kjánalegur rifrildi. Ég litla stolta stelpan sem fólk hélt að óttaðist ekki neitt og lét alltaf sem ekkert fengi neitt á sig, brást í grát og faðmaði þær að mér, grátbað þær að reyna að leysa málin, ég veit ekki hvernig mér tókst að koma þeim að borðinu en það tókst, kannski afbáru þær ekki að sjá stelpu sem þóttist svo hardcore gráta, hver veit? En þá voru bræður mínir vandamálið, þeir voru búnir að gefast upp og höfðu hugsað sér að keyra heim sem fyrst, voru komnir í eitthvert þunglyndiskast og voru tregir til að koma að borðinu, pabbi var hundfúll og allt andrúmsloftið var þvingað. En allavega fórum við að borða að lokum flest með kökk í hálsinum og stutt í tárin. Skapið bættist aðeins þegar farið var að opna pakkana, en óttinn sem greyp mig þegar ég sá fjölskylduna tvístrast svona í en eitt skiptið en fór ekki, hann sat eftir. Bræður mínir fóru báðir heim daginn eftir :/

Þrátt fyrir allt þetta, þá ætlum við að reyna aftur, ætlum að halda jólin hérna aftur öllsömul, reyndar held ég aðmálið sé bara að bræður mínir hafi ekki efni á öðru, sá yngri staurblankur og spurning hvort sá eldri sé kominn aftur í neyslu, ég held í vonina, líkt og ég hef alltaf gert og ver bróðir minn þegar enginn annar hefur trú á honum. En líklega er sú von til einskis. Nú þegar nær dregur jólum grípur mig einhver óskiljanleg depurð, í raun þá held ég að ég kvíði fyrir jólunum! Þetta var svo tæpt í fyrra, ætli þetta blessist allt í ár? Eða heldur þetta áfram að versna? Í fyrsta sinn á ég allavega fyrir jólagjöfunum, en samt er ég að verða hálf bitur, allt of down það er bara ekki til nein tilhlökkun til jólanna lengur þar sem ég kvíði fyrir hvort það verði jól hérna eða ekki.

En innst inni blundar en þessi litli draumur minn um að eiga svona einu sinni almennileg jól með fjölskyldunni minni, svona eins og þetta var alltaf þegar ég var lítil.
What is home again?