Ég veit að þetta er ekki langt, mig langaði bara að koma þessu frá mér.


Mér hefur aldrei áður verið nokkuð sama um það hvort það séu jól eða ekki. Mér leið engan veginn eins og það séu jól. Ég hef unnið frá 11-22 undanfarna tíu daga og þess vegna lagði ég mig í gær og var vakinn fimm mínútur í sex. Hefði ég sofið áfram hefði ég ekki verið svekktur yfir að sofa jólin af mér.
Amma & afi og annar bróðir minn & konan hans ætluðu ekki að vera heima hjá mér. Bara ég, mamma, pabbi og hinn bróðir minn; ekki að það sé eitthvað slæmt, bara hefði viljað hafa hin.

Þegar ég var búinn að taka utan af pökkunum átti ég bara nokkra fleiri hluti en þegar ég vaknaði um morguninn. Mér fannst ég ekki eiga rétt á að biðja um fleiri hluti þegar fólk í Afríku deyr úr næringaskorti og fólk er fast á spítölum eða á enga að. Mér leið eins og illmenni. Sú tilfinning fór þó í felur seinna um kvöldið eftir heimsókn til hins bróður míns og eydd þar dágóðri stund bara með fjölskyldunni.
Jólin snúast ekki um pakkana, maður á að vera glaður yfir að eiga einhvern að. Maturinn og pakkarnir eru bara bónus, ánægjan felst ekki í því. Synd að ég áttaði mig ekki á því fyrr.

Ég vona að þið eigið gleðileg jól og skemmtið ykkur vel.