Hmm.. mig langaði bara ða segja frá jólunum mínum:)

Á aðfangadag vakna ég yfirleitt um svona sexleitið því ég bara get ekki sofið þennan dag! Ég fæ mér morgunmat og fer svo yfirleitt að horfa á barnatímann, mér finntst það bara eitthvern veginn vera skylda, þótt ég sé að verða 16 ára. Svo þegar foreldrarnir eru vaknaðir og svona er yfirleitt farið með gjafirnar ef það eru ekki allir búnir að koma með gjafirnar til okkar og taka sínar í leiðinni. Þegar klukkan fer að nálgat sex fara allir í bað og gera sig fína og svo er kveikt á útvarpinu og beðið eftir að klukkan slær sex. Þá megum við opna eina litla gjöf. Svo er borðað, vonandi hreindýr í ár. Þegar allir eru búnir að klára af dikunum sínum og búnir með eftirmatinn er setjumt við inní stofu með kaffi og smákökur og litlubræður mínir rífast um hvor á að lesa á hvaða pakka. Þegar allt gjafastand er búið þá hefur verið venjan að ég hlaupi yfir til systur minnar og býð gleðileg jól og fæ að sjá gjafirnar hennar og svona, hef reyndar ekki gerst það íðustu jól því hún hefur búið svoldið langt í burtu eftir að pabbi og mamma hennar skildu en núna var hún að flytja og býr styttra frá mér svo ég fer til hennar þessi jól. Svo þegar heim er komið leggst ég í hreint rúmið og fer að sofa skælbrosandi.
Næsta dag á svo annar litli bróðir minn afmæli, svo að allur jóladagur fer í að baka afmæliskökur og svo að halda veislu, sem er bara gaman. Svo er alltaf matarboð hjá ömmu minni í pabafjölskyldu á öðrum í jólum.
Ég er að deyja ég hlakka vo ótrúlega til jólana! Það er vo gaman alltaf, mér finnst ég alltaf verða aftur fimm ára þegar jólin eru að koma. Ég vona að þei jól verði ein yndisleg og síðustu:)

Gleðileg jól^.^