Gleðilega jólahátíð Kæru Huganotendur.

Sem stjórnandi á áhugamálinu um jólin óska ég ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar. Megi jólin verða ykkur ánægjuleg og gæfurík og allar jólaóskir ykkar rætast.

Ég vona að þið verðið dugleg að senda inn efni á jólaáhugamálið nú yfir hátíðarnar, því nú dafnar það best.

Frestur á að senda inn jólasögur í jólasagnasamkeppnina rennur út á miðnætti í kvöld, aðfangadagskvöld. Listi yfir þær sögur sem taka þátt verður birtur bráðlega og síðan könnun þar sem þið veljið sigurvegarann úr.

Með jólakveðju; Karat.