sæl og blessuð,ég skrifa undir annari kennitölu því ég vill ekki að fólk viti hver ég er…(25/kk/rvk)

en þannig er mál með vexti að ég er með smá vandamál.
fyrir nokkru síðann lennti ég í útistöðum við foreldra mína.ég held að það sé hálft ár síðan ég talaði við þaug síðast.þau eru ekki sátt við það sem ég vinn við,sem seinnt mun teljast löglegt.
en allavena þá kvíður mér ógeðslega fyrir jólunum,og ég get ekki hætt að hugsa um hvernig þetta var þegar ég var lítill,og allt var í sómanum….eitt jólalag og ég fæ tárin í augun…
þetta er hálf vandræðalegt,því ég fór næstum því að gráta í miðri smáralindinni í gær,sem hefði þótt nokkuð skammarlegt…
en síðan hringdi líka hún amma mín í mig fyrir svona viku síðann til að seigja mér að þaug væru hætt að gefa þeim barnabörnum jólagjafir sem væru komin sjálf með börn…..skrítið,því ég er sá eini af barnabörnunum þeirra sem er kominn með börn….. þetta ´særði mig ekkert smáveigis,því ég hef alltaf verið mjög tengdur þeim…..
en það sem ég hef mestar áhyggjur af er hvort þetta mun bitna á börnunum mínum…ég vill ekki láta þaug finna hvað mér líður ílla.
það myndi skemma allt fyrir þeim og öðrum í kringum mig…
ég er allavena að reyna að byrgja þetta inní mér,en það er ekki að ganga neitt alltof vel…

en allavena gleðileg jól og allt það……

og góð ráð væru vel þegin.