Jólasveinarnir okkar að hverfa? Mér finnst alveg hræðilegt hve okkar jólasveinar eru orðnir líkir ameríska jólasveininum. Þeir eru búnir að vera nokkuð líkir honum frá því að ég man eftir mér en ég hefði viljað sjá meira íslenska jólasveina. Ég er nokkuð viss um að það eru margir krakkar sem vita ekki í hvernig fötum jólasveinarnir okkar eru dagsdaglega, þó það þyki nú við hæfi að fara í rauðu sparifötin svona annaðslagið þá mættu jólasveinarnir líka koma í sínum venjulega fötum svona stökum sinnum. Og af hverju sér maður þá aldrei alla þrettán saman. Ef einhver okkar íslensku jólasveina les þetta þá endilega hugsaðu um þetta. Eins ef einhver ykkar sem les þetta hittir einhvern þeirra komið því þá vinsamlega til skila.
kv. Grallara