Jólasveinninn er til !!
Geta foreldrar um allan heim verið að ljúga ?
Getur heimspressan logið ?
Við vitum öll að heimurinn er fullur af jólasveinum.
Jólasveinninn er gamall maður sem gleður börn með gjöfum og verðlaunar þau fyrir að vera góð.
Hversu margir þannig menn eru til ?
Getur maður fundið fyrir tilhlökkun, eftirvæntingu og gleði yfir einhverju sem er ekki til ?
Jólasveinninn er hluti af jólagleðinni í hvaða mynd sem hann birtist okkur.
Er hann maðurinn í næsta húsi ?
Er hann maðurinn í næstu götu ?
Hann getur verið hvar sem er hvenær sem er og við veitum honum kannski ekki eftirtekt, það gæti líka verið Jólasveinka. Hvort sem hann er karl eða kona þá er hann til. Hann er til í hugum flest allra barna og hann er líka til í huga fullorðna, kannski ekki sem rauðklæddur maður með gjafapoka á bakinu heldur bara góður maður eða kona sem reynist okkur vel þegar við þurfum á því að halda.
Allavega er jólasveinninn til í mínum huga, hvernig hann lítur út þar er mitt mál en hann er til.