Íslendingar völtuðu yfir Sviss Íslendingar völtuðu yfir Sviss 33-22 í frábærum leik. Við höfðum verið skíthræddir við Sviss en leikir okkar við þá hafa yfirleitt verið mjög jafnir og ég bjóst við 1-2 marka mun í aðra hvora áttina. Ólafur Stefánsson var markahæstur í leiknum með 11 mörk en aðrir spiluðu einnig frábærlega og þá sérstaklega var Sigfús Sigurðsson sterkur á línunni. Við förum með 3 stig í milliriðilinn og fáum Júgóslavíu í næsta leik.
Patrekur Jóhannson spilaði einnig frábærlega og var með sjö mörk, Guðjón Valur var með fimm mörk og aðrir minna. Þeir Robert Kostadinovich og Thomas Gautschi voru markahæstir i liði Sviss. Guðmundur Hrafnkelsson varði 11 skot en Bjarni Frostason varði 3 skot. Ef þetta heldur svona áfram þá getur liðið gert hvað sem er og engin spurning að við getum farið mjög langt í þessari keppni. Ég skrifa svo meira um leiki íslenska liðsins eftir næsta leik.

ÁFRAM ÍSLAND !!!!!!!!!!!!!