Þetta byrjaði nú vel hjá Valsstrákunum en Mulningsvélin er eitthvað farin að hiksta. Tapa tvisvar fyrir Haukum og einu sinni fyrir bæði KA og ÍBV ( báðir leikir sem áttu að vinnast ). Ef við ætlum okkur að eiga eitthvað í meistaratitilinn þá megum við ekki láta svona minni spámenn vaða uppi.
Stjörnunni var nú samt pakkað saman 31-22 fyrir jólafríið þannig að ég er nokkuð sáttur með að vera í öðru sætinu eins og stendur. Geir Sveinsson skipti sjálfum sér inn á og sýndi gamla góða takta. Hann ætti bara að spila meira með og sýna þessum kettlingum hérna heima hvernig á að gera þetta enda var hann einn allra besti línumaður sem við höfum átt í gegnum tíðina á sínum yngri árum.
Næsti leikur Valsmanna er gegn ÍR þann 6 febrúar og það er eins gott að þeir verði tilbúnir þá enda eru ÍR-ingar á rosa siglingu í deildinni og eru í þriðja sæti. Þetta er komið gott í bili.