Siggi Gunn að koma heim Sigurður Gunnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stjörnuna um að þjálfa karlalið félagsins. Eins og kunnugt er þjálfaði Sigurður sameinað lið Viking Stavanger í vetur og þótti standa sig vel af mörgum handboltaspekúlöntum. Stjórn félagsins hinsvegar var ekki á sama máli og lét Sigurð fara. Hann tekur við af Einari Einarssyni sem stýrði liði Stjörnunnar á lokaspretti nýliðinnar leiktíðar eftir að Eyjólfur Bragason var leystur af störfum. Stjarnan hafnaði í 9.sæti og komst þar af leiðandi ekki í úrslitakeppnina. Mikill hugur er í Stjörnumönnum, og mikið af ungum efnilegum strákum þar. 2.flokkur félagsins varð Íslands og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Sigurður þjálfaði áður Hauka, Víking og ÍBV í 1.deild karla. Undir hans stjórn urðu Haukar og Eyjamenn bikarmeistarar og Haukarnir lentu í öðru sæti íslandsmótsins.