Ég verð að segja að ég hef orðið fyrir soldið miklum vonbrigðum með
þessa úrslitaleiki Hauka og KA. Leikurinn í kvöld var engin
undantekning. Annað liðið, í þessu tilviki Haukar enda á
heimavelli, var með mikið forskot og leikurinn einkenndist af
miklum æsingi. Þetta hefur verið svona í öllum leikjunum fjórum.
Liðið sem á heimaleik hefur haft leikinn í hendi sér allan tímann
og gestirnir hafa aldrei getað shit. Mér finnst bara að liðin í
úrslitum eigi að geta spilað almennilegan handbolta hvort sem er á
heimavelli eða ekki. Þessi úrslit eru bara ekkert skemmtilegt og
það er engin spenna í þessum leikjum. Undanúrslitin voru pottþétt
og þannig finnst mér úrslitarimman eiga að vera líka. Hefði þetta
verið öruvísi hefðu önnur lið verið í úrslitum, Afturelding eða
Valur??? Eins gott að oddaleikurinn verði alvöru…