Aleksanders Petersons, handknattleikmaður hjá Gróttu/KR fer til Þýskalands í næstu viku til þess að skoða aðstæður hjá 2.deildarliðinu SV Post Schwerin. Petersons fer utan á fimmtudaginn, daginn eftir að Grótta/KR leikur við Selfoss í 1.deild karla.
Post Schwerin er um þessar mundir í öðru sæti norðurhluta þýsku 2.deildarinnar, einu stigi á eftir Stralsunder. Liðið var í 1.deildinni í fyrra en féll sl. vor. Stefna forráðamenn liðsins á að endurheimta sætið í efstu deild og takist það vilja þeir með öllum ráðum styrkja sveit sína. Petersons hefur einnig verið orðaður við þýsku liðin Grosswallstadt og Friesnheim.
Áfram Grótta/KR
Kveðja kristinn18