Rétt í þessu var Ísland að tapa fyrir Þýskalandi með fimm marka mun eða 34-29. Leikurinn hófst með látum og eftir sirka eina og hálfa mínútu var staðan orðin 2-1 fyrir Þjóðverjum. Hraðinn í fyrri hálfleik var mjög mikill og alls voru 36 mörk skoruð í fyrri hálfleik en samt vörðu markverðirnir tíu mörk hvor. Þegar Þýskaland var komið í 9-5 og þetta leit ekki vel út fyrir Ísland kom góður kafli og Ísland jafnaði í 11-11. Svo kom góður kafli hjá Þjóðverjum og staðan í leikhlé var 20-16 Þjóðverjum í vil. Í byrjun seinni hálfleiks virtist allt ganga upp hjá Þjóðverjum og ég var orðin heldur svartsýn. Svo loksins kom góði kaflinn hjá Íslandi sem ég var eiginlega búin að bíða eftir og þá var þetta orðið svolítið sennandi. Síðustu mínúturnar fannst mér vera svolítið mikið um brottrekstra, t.d. var Stephan Krethscmar (eða hvernig sem það er nú skrifað) rekin útaf í 4 mínútur. Fyrst fyrir að brjóta á einum leikmanni íslenska liðsins og svo fyrir að mótmæa dómaranum. Þegar svona um það bil 6-7 mínútur voru eftir af seinni hálfleik sýndu Þjóðverjar hve sterkir þeir geta verið og sigruðu svo að lokum 34-29 eins og ég sagði hér að ofan. Íslensku strákarnir léku alls ekkert illa og þeir hefðu alveg geta tekið þetta finnst mér. Markvörður Þjóðverja vari mjög vel og er að mínu mati maður leiksins hjá Þýskalandi en maður íslenska liðsins er annað hvort Óli eða Guðmundur Hrafnkelsson en þeir stóðu sig mjög vel. En nú er það bara að fara áfram í milliriðilinn og standa sig þar. Áfram Ísland! ;D