Haukar - FH (og fleiri leikir) Jæja það er óhætt að segja að Haukar hafi rúllað yfir arfaslapt FH liðið í kvöld.

Sjaldan hefur undirritaður séð liðið sitt spila jafn langt undir getu og það gerði í kvöld. Eini maðurinn sem gerði eithvað pínulítið af viti var Logi. Aðrir voru varla skugginn af sjálfum sér.

Logi spilaði samt ekki nema á 50-60% getu…. allir aðrir voru að spila á um 20-25% getu.

Öll Haukavörnin var að spila gríðarlega vel og með Birki sem sinn besta mann fyrir aftan þá var í raun lítið fyrir FHinga að gera þarna á vellinum en að gefast bara upp (sem þeir gerðu).

Ég held að leiðin geti varla legið neitt nema bara uppávið fyrir okkur FHinga.

Ég vil biðja alla FHinga um að bera höfuð hátt og Haukamenn um að sleppa því að gera grín að okkur…. Það er ekki fallegt að sparka í liggjandi menn (við liggjum kylliflatir í dag) :)

Birkir Ívar sýndi það í þessum leik að hann er ekki bara einn af bestu markmönnum á íslandi heldur sá bestu. Gríðarlega snöggur og útsjónarsamur leikmaður. Hann á það rúmlega skilið að vera í landsliðinu kappinn.

Til hamingju Haukar… þið áttuð sigur fyllilega skylið.

Af öðru í handknattleik er það að frétta að Afturelding sigraði lið Gróttu/KR 25 - 21.

HK sigraði lið ÍR í æsispennandi leik sem endaði í bráðabana. HKmönnum tókst að stela boltanum af ÍR í bráðabananum og skoruðu úr því. Þetta er leikur sem ég hefði viljað sjá :)

Afturelding og HK eru því komin áfram í SS bikarnum.

Kveðja Gabbler.
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”