Ég rakst á svolítið á netinu í gær og ákvað að deila þessu með ykkur.
Felix Taylor, sonur Roger Taylor (Queen) var að gefa út lag!

Roger Taylor samdi lagið og gerði upprunarlegu útgáfuna en var ekki sáttur við það og ákvað að biðja Felix um að prófa að syngja það. Það kom líka svona frábærlega út og lagið kemur út á itunes bráðum. Lagið er létt og sumarlegt, í reggie takti og röddin í Felix minnir svakalega á röddina í Roger. Svo heyrist mér Roger syngja bakraddirnar.

Ég hef rekist á nokkra tala um þetta bæði á umræðusíðum og svo á Queenzone chatroom-inu og fólk er misánægt með þetta. Sumum finnst þetta vera einhver móðgun við konur enda fjallar textinn um þær. Felix segir á síðunni: “I think it started off as a sort of statement about how women are, paradoxically, both wonderful and incredibly annoying, the force that brings joy to a mans life with one hand and sucks it out with the other”

Mér finnst hins vegar þetta bara fyndið :P Hvað finnst þér?
Shadows will never see the sun