Meistaraverk Deep Purple, In Rock, kom út 1970. Það var fyrsta Deep Purple platan með svokölluðu Mk2 “lineuppi”. Hljómsveitarmepðlimir voru þá Jon Lord(hljómborð), Ian Gillan(söngur), Ian Paice(trommur), Roger Glover(bassi) og Ritchie Blackmore(gítar).

Fyrsta lag plötunar er Speed King, lengri útgáfa. Það er smá forspil í byrjunini til að opna plötuna. Svo byrjar lagið og fer strax á fullan kraft, mjög rokkað. Lagið er mjög flott og það flottasta við lagið er söngurinn, einsog á nokkrum öðrum lögum plötunar. Mjög flott. Næsta lag er Bloodsucker og er líka á þyngri kantinum. Lagið er mjög flott lag en ekki jafn flott og Speed King, samt fínasta lag.

Næsta lag er flottasta lag plötunar, Child In Time. Hetja þess lags er Ian Gillan og hans rödd. Svo er gítarinn mjög góður líka. Svo er hljómborðs línan í byrjunini mjög flott. Reyndar tekin úr einhverju öðru lagi, sem skiptir engu, hún er samt flott.

Flight Of The Rat er með flottustu lögum plötunar og trommusólóið í endan á laginu. Svo er laglínan líka mjög flott.Textin finnst mér vera skondinn. Svo kemur Into The Fire sem er mjög flott og Deep Purple-legt lag. Living Wreck er svo næsta lag, það er fínt lag, en það sísta á plötuni. Svo kemur lagið Hard Lovin' Man og það mjög flott og opnast með smá trommuslætti og gítar. Verður svo rólegt og aftur mjög hratt. Mjög flott hjá þeim. Næsta lag er lagið sem allir Deep Purple aðdáendurnir þekkja(allavega flestir), Black Night. Black Night byrjar með flottri gítarlínu og ef maður hlustar vel heyrist einhver meðlimur hljómsveitarinnar tala. Black Night er mjög flott lag.

In Rock fær heildar einkunina 8/10(ég veit ég gef oft mjög háar einkunnir), platan á það alveg skilið.