Var að koma af tónleikunum áðan en fyrir þá sem ekki vita þá var Sinfoníuhljómsveit Íslands og dúndurfréttir að spila The Wall með Pink Floyd.


Að mínu mati þá voru þetta frábærir tónleikar og mjög flott í alla staði nema :

þegar gítarleikarinn var alltaf fyrir aftan kassagítarinn þegar hann var að taka sólóin á rafmagnsgítarinn

að Matti (feiti söngvarinn) var alls ekki nógu góður, en samt alveg ágætur, sérstaklega þegar hann sagði: “Call the schoolmaster” í The Trial.

að hléið var alltof langt þegar þeir kláruðu Disc 1 og voru að fara byrja á Disc 2, sirka hálftíma hlé.


Væri nú ekkert á mótið því að fara aftur á tónleika með Dúndurfréttum og þeir taki The Wall aftur og burt með sinfoníuhljómsveitina, hafa bara á bandi það sem þeir gerðu og maður geti staðið og slammað, það væri gaman :D


En fyrir þá sem fara á tónleikana á morgun mega búast við góðum tónleikum, þeir ná Pink Floyd bara mjög vel :D