Ég og félagi minn erum aðeins að rökræða um þetta lag. Ég vill meina að Jeff Lynne sé aðal röddin í þessu lagi, en félagi minn er sko allveg viss á því að Roy Orbison syngi nánast allt lagið.

Maður heyrir nú í þeim öllum í laginu en er það ekki rétt hjá mér að þetta er Jeff Lynne sem er aðalsöngurinn. Ég er það mikill ELO fan að ég þekki Roy Orbison og Jeff Lynne í sundur.

Hvað segið þið um þetta, er nokkuðstaðar hægt að sjá á netinu hver syngur hvað. Ég er harður á því að þetta sé Jeff Lynne heyri það bara en félagi minn segir Roy Orbison. Segið mér hvað þið haldið því ég þarf að sýna félaga mínum svo þennan þráð og segja honum að ég hafi haft rétt fyrir mér ;)
Cinemeccanica