HAHAH jú víst… svo ég vitni nú í Pink Floyd greinina sem er hérna á gullöldinni.
Árið 1964 í Bretlandi stofnuðu þrír vinir, George Roger Waters, Richard Wright og Nick Mason hljómsveit sem þeir kölluðu Sigma 6. Á 2 árum skiptu þeir reglulega um hljóðfæraleikara og á endanum enduðu þeir með gítarleikara að nafni Syd Barret. Ekki stóð lengi áður en þeir breyttu nafninu í The Pink Floyd sound og svo að lokum í Pink Floyd sem stendur ennþá í dag
Roger Waters var einn af upprunalegum meðlimum.
David Gilmour kom eftir Syd Barret og ef þú ætlar að neita því þá tekur maður nú lítið mark á öðru sem þú segir hér.
Plús það þá eru flest lög frá Pink Floyd um Syd Barret og þess vegna myndi ég segja að Syd Barret væri aðalmaðurinn bakvið Pink Floyd.
Ef þú ætlar að neita því þá vill ég sjá þig koma með sönnun fyrir því að Roger Waters hafi tekið við af Syd Barret. Þú greinilega veist lítið sem ekkert um þá sögu.