Creedence Clearwater Revival - Cosmo's Factory Ég ætla að skrifa um plötuna Cosmo's Factory með Creedence Clearwater Revival. Sú plata hefur aðalega verið á fóninum hjá mér seinustu vikur. Platan var gefinn út í júlí 1970 og er eflaust þegar frægasta, en hún innihélt allavega lög sem slógu í gegn, allflest löginn slógu í gegn. Platan heitir Cosmo's Factory eftir trommaranum, en sagan segir að trommarinn, Doug Clifford hafi ekki viljað æfa á hverjum degi einsog John Fogerty, söngvari og gítarleikari, en þeir æfðu í gamalli vöruskemmu sem þeir kölluðu verksmiðjuna, því þar sköpuðu þeir sem mesta tónlist, Doug, sem var víst oft kallaður Cosmo (hvort sem það var gælunafn eða millinanfn), var ekki alltaf jafn kátur að koma í þeesa svokölluðu verksmiðju. Þá er bara ekki eftir neinu að bíða.

Creedence Clearwater Revival:
John Fogerty: Söngur og aðalgítar
Tom Fogerty: Ryþma gítar
Stu Cook: Bassi
Doug Clifford: Trommur

1. Ramble Tamble (J. C. Fogerty)
2. Before You Accuse Me (Eugene McDaniels)
3. Travelin' Band (J. C. Fogerty)
4. Ooby Dooby (Moore-Penner)
5. Lookin' Out my Backdoor (J. C. Fogerty)
6. Run Through The Jungle (J. C. Fogerty)
7. Up Around The Bend (J. C. Fogerty)
8. My Baby Left Me (Arthur Crudup)
9. Who'll Stop the Rain (J. C. Fogerty)
10. I Heard It Through The Grapevine (Whitfield-Strong)
11. Long As I Can See The Light (J. C. Fogerty)

1. Ramble Tamble
Þetta finnst mér virkilega flott lag til að byrja plötuna með, reyndar er það í þrem pörtum. Annar parturinn finnst mér flottastur. Lagið byrjar í flottu blúsrokki og fer svo í aðeins harðari og dramtískari part og endar aftur í flottu blúsrokki. Flott sungið hjá Fogerty, enda flottur söngvari.

2. Before You Accuse Me
Hér er flott kover á ferð, þetta hafa margir blúsarar tekið. Þetta er mjög flott í flutningi Creedence og það sem ég tók eftir er hvernig Stu leikur sér með einfalda bassalínuna. Hann er sífellt að breyta henni og spila hana einsog honum listir.

3. Travelin' Band
Þetta er mjög gott lag. Grípur mann við fyrstu hlustun. Mjög mikill kraftur í söngnum hjá John. Enda er mjög mikill kraftur í laginu sjálfu. Þegar þú hlustar á lagið ertu svo heltekinn af kraftinum og flottheitunum að þú tekur ekkert endilega eftir flottum bassaleik, einu sinni enn, hjá Stu Cook. Hann fellur algjörlega í skuggan á Fogerty sem stendur sig einsog hetja að halda kraftinum í laginu. (samt má ekki misskilja þetta og halda að ég sé að segja að lagið er bara svona flott útaf Stu Cook, því það væri ekkert án Fogerty)

4. Ooby Dooby
Fjörugt og catchy 50's rokklag. Sértsaklega skal taka eftir sólóunum hans John's. Þau koma mjög á óvart og gefa laginu smá lit, þetta toppar samt ekkert af frumsamda efninu á plötuni.

5. Lookin' Out My Backdoor
Var mitt uppáhaldslag á plötuni í langann tíma. Þetta er lag sem fær mann til þess að vilja að syngja með jafnvel þó að maður kunni ekki textann. Lagið bryjar á smá klikki frá gítarnum, eða svona tikki, sem er gert með svokölluðum dauðanótum (Dead Notes). Svo heyrir maður kántrí áhrifinn í laginu vel, bæði á byrjuninni og seinna gítarsólóinu.

6. Run Through The Jungle
Hér er ekta rokklag á ferð. Kröftugt, samt ekki á sama hátt og Travelin' Band. Lagið byrjar einfaldlega bara á hávaða frá gítarnum og svo kemur þetta flotta riff. Frábærleiki lagsins kemur mjög vel fram um leið og lagið byrjar.

7. Up Around The Bend
Eitt af lögunum sem urðu stórt ‘hit’ á plötuni. Ásamt Travelin' Band, Lookin' Out My Backdoor, Run Through The Jungle, Who'll Stop The Rain og I Heard it Through The Grapevine. Lagið byrjar á flottu riffi og takið eftir hvernig lagið er byggt upp, mjög flott. Sólóið í laginu kemur líka mjög vel inn í lagið og gefur því sérstakann keim.

8. My Baby Left Me
Gamal Elvis Presley lag. Til þess að vera alveg hreinskilinn finnst mér þetta sísta lagið á plötuni. Samt finnst mér þetta ágætt lag. Þetta er einfalt 50's rokklag hvað er meira hægt að segja.

9. Who'll Stop The Rain
Æðislega flott ballaða sem John Fogerty samdi eftir að hann hafði húkkað sér far heim frá Woodstock eftir “lélega frammistöðu Creedence á woodstock” eftir því sem John sagði um hana, en ég hef ekki séð hana svo ég ætla ekkert að dæma hana. Lagið er í rólegri kantinum og er hún mjög vel saminn og vel flutt hjá Creedence. Maður heyrir strax hvað er í vændum þegar lagið byrjar og þá er best að halla sér aftur og hlusta á þessa perlu.

10. I Heard It Throguh The Grapevine
Vá, þetta lag hef ég alltaf haldið æðislega mikið uppá, ég elska flott gítarsóló, því á þriðju mínútu byrjar gítarsóló sem endist næstum í átt mínútur. Lagið er í 11 mínútur og 5 sekúndur og hver mínúta er frábær. Þetta er gamalt lag sem Marvin Gaye hafði gert vinsælt á sínum tíma. Þetta er ekki bara ein mesta perla Creedence, þó að þetta sé kover, þetta er líka ein mesta perla rokksögunar. Ef þið hlustið vel er hægt að heyra í píanói þarna innan í bakkgrunninum í gítarsólóinu, þegar lang er liði af því.

11. Long As I Can See The Light
Þetta byrjar með flottu hljómborði og saxafónsólóið er líka mjög flott, það var svona sem ég tók fyrst eftir við þetta lag, að var hvað saxafónsólóið var grípandi. Lagið er rólegt og er mjög flott lokalag. Þægilegt lag í raun.



Í heild er platan mjög góð og rennur hún vel í gegn, ekki eitt einasta lag sem hægir á þessu meistaraverki. Maður fær meira segja þá tilfinningu þegar lögin klárast “Æi, er þetta búið strax”. Þetta er plata sem við vill næstum hlusta strax á aftur, reyndar ekkert ‘næstum’, maður vill setja hana aftur á fóninn um leið og hún er búinn. Eða allavega spila sín uppáhaldslög af henni aftur. Platan fær meira að segja hjá mér fullt hús stiga. 10.0, 5 stjórnum af fimm. Bara hæstu einkunn.

Takk fyrir mig!