HVAÐ HALDA ÞEIR EIGINLEGA AÐ ÞEIR SÉU???


Að halda að þeir geti breytt svona fallegu lagi í þessa hörmung er bara illa gert og ætti ekki að viðgangast.
Að “ rocka ” þessu lagi upp er eins og að taka eitthvað Britney - lag og setja það í metal stíl.. hvernig myndi það nú fara?. hörmulega.. beinustu leið til helvítis.. eins og þetta akkúrat gerði!!! Þetta er móðgandi og saurgar minningu um þetta goð sem á þetta ekki skilið..
Þetta er kannski of djúpt í árina tekið.. en hann ÁTTI ÞETTA ALLS EKKI SKILIÐ, að mínu mati.


Við verðum að líta á þetta frá heilbrigðu sjónarhorni.. og hugsa aðeins um þennan meistara. sem fékk sinn fyrsta gítar 17 ára.. og þykir það steina meðað við aðrar stjörnur sem voru byrjaðar að semja lög tveggja ára ef svo mætti segja, samt varð hann þetta frægur og átti upphafið að frægustu hljómsveit allra tíma, og þeirri bestu!
Svo ég hef spurt mig síðan ég sá þessa útgáfu fyrst.. hvernig þetta er hæt.. Yoko átti að stoppa þetta í staðin fyrir að leyfa þetta.. hún segist vilja halda minningu hans á lofti.. Hún er ekki að gera það með þessum hættu, að breyta einu fallegasta lagi hans með þessum hættu.!
Svo segist hún vilja koma með himin háan vegg til minningar um hann hér á landi.. það lætur mig hugsa um það hvort hún sé ekki bara að gabba okkur heimsku íslendingana í snjóhúsunum okkar með skutulinn og í eskimóafötunum… ! Erum við svona auðblekkt… ?
“ Ég er kannski ljóska, en ég er ekki heimsk ljóska ”