Frank Sinatra Það er fátt betra en að setja gamlan og góðan slagara Frank Sinatra á fóninn þegar maður er sár út af kvennamálum og gleyma áhyggjum lífsins.

En hér ætla ég eimitt að skrifa stutt æviágrip þessa merka manns.

Frank Sinatra var ótrúlegur snillingur og einstakur á sínu sviði. Hann var hæfileikaríkur söngvari með fágaða sviðsframkomu. Sinatra hafði einstaka rödd sem kom sér líka vel.
Sinatra var líka mikið kvennagull og partýljón hár, dökkhærður og klæddur í svört jakkaföt og hreif hann ófáar dömurnar upp úr skónum og þótti bera af sér mikinn sjarma enda kvennamaður mikill.

Hann var ekki bara hæfileikaríkur söngvari heldur kunni hann að koma sér á framfæri og markaðssetja sig rétt - rétt einsog Elvis hefur verið gerður frá því hann lést. Markaðssetningin í kringum Elvis, Graceland og allt þetta rugl er ótrúlega árangursrík, sjáðu t.d. þetta lélega lag sem tröllreið öllu fyrir nokkrum vikum, einshver segulbandsupptaka af “kónginum” sett í nútímalegan búning og búmm! komið á vinsældalista um allan heim.

Sinatra varpð fyrst virkilega vinsæll með hinu fræga lagi “ My way “ sem Frank Sinatra gerði vinsælt eftir Paul Anka sem hefur getið sér gott orð sem lagahöfundur.
En þar áður hafði hann átt nokkra hittara sem höfðu ekki komist þangað sem My way hafði hælana.

Allt ætlaði síðan um koll að keyra þegar Sinatra söng lagið Singing in the Rain úr samnefndri kvikmynd frá árinu 1952.
Vinsældir Sinatra jukust geypilega við þetta og var orðinn einn af ástsælustu söngvurum tónlistar sögunar.

Stuttu seinna byrjaði hann að troða upp með félaögum sínum og góðvinum Dean Martin söngvara og Sammy Davis jr leikara og söngvara sem að vakti mikla lukku.

Þess má geta að Sinatra var einnig stórvinur John F. Kennedy og það er sagt að hann hafi átt stóran hlut í því að vinna forseta kosningarnar með honum þar sem Frank Sinatra stóð við bakið honum, ferðaðist með honum og tók lagið á kosninga fundum.

Þá næst gerði Sinatra allt vitlasut vestanhafs með dúetnum Something stupid sem hann söng með dóttur sinni Nancy Sinatra sem að Robbie Williams og Nicole Kidman gerðu næstum því ódauðlegt árið 2001.

Þegar kemur að uppáhalds Sinatra lögunum mínum er á mörgu að taka og eflaust gæti ég talið endalaust upp en ef að ég á að taka nokkur upp úr eru það senninlega þessi.

FRANK SINATRA
FLY ME TO THE MOON

FRANK SINATRA
I'VE GOT YOU UNDER MY SKIN

FRANK SINATRA
MY WAY

FRANK SINATRA
NEW YORK, NEW YORK

FRANK SINATRA
STRANGERS IN THE NIGHT

Frank Sinatra
Summer Wind

Frank Sinatra
That's Life

Frank Sinatra
The Lady Is A Tramp

FRANK SINATRA & NANCY SINATRA
SOMETHING STUPID.

Frank Sinatra dó svo árið 1998 þann 14. Maí eftir að hafa fengið hjarta áfall. Bono sööngvari U2 söng við útförina og lét hafa eftir séð að Frank Sinatra væri 20. öldin.

Jæja eflaust er hægt að segja eithvað meira um Frank Sinatra en þar sem klukkan er orðin svo margt látum við það bíða til betri tíma.
Það er þó víst að Frank Sinatra var mikill maður og óneytanlega goðsögn sem mun lifa í hjörtum okkar um ókomin árum.

Ég vona að þið hafið haft nokkuð gagn og eithvað gaman af grein þessari. Ég kveð að sinni.

Kv. Eysteinn