David Bowie

David Robert Jones fæddist 8.janúar 1947 í Brixton, Englandi. Hann hafði mikinn áhuga á jazz og þegar hann var 13 ára fór hann að læra á saxafón hjá manni,að nafni Ronnie Ross.
Hann spilaði í nokkrum hljómsveitum á unglingsárumum sínum. Þær heita:
-The Konrads
-The King Bees
-The Manish Boys
-The Lower Third
Árið 1966 var hann orðinn David Bowie en honum fannst hann verða skipta um nafn vegna þess að annar frægur maður hét Davy Jones (söngvari the Monkess). En hann fékk nafnið Bowie af tegund veiðihnífa.
Núna var hann kominn með nafn, sítt hár og sannkallaða stjörnuframkomu. Kenneth Pitt var umboðsmaður hans. Bowie kom þó ekki með vinsælt lag fyrr en hann kom með Space Oddity ´69 en það náði 5.sæti á breska vinsældarlistanum.
The man who sold the world var fyrsta plata Bowies. Þar spilaði snillingurinn Mick Ronson á gítar og telja sumir að metalrokk eigi rætur sínar að rekja þangað. Mercury gaf plötuna út ´71 og sama ár fór Bowie í sína fyrstu tónleikaferð til Bandaríkjanna.
´71 gerðist líka mikið í fjölskyldumálum hjá Bowie, því hann og konan hans Angela eignuðust sitt fyrsta barn. En það fæddist 30.maí , var það strákur sem fékk nafnið Duncan Zowie Haywood Bowie.
Næstir til að taka við plötusamning við Bowie var RCA. Eftir Bandaríkjaferðina fór Bowie til London og tók tvær plötur upp á mjög stuttum tíma. En það eru plöturnar Honky Dory sem inniheldur m.a. smellina Changes og Life on Mars. Svo er það hin fræga Ziggy Stardust plata. Þetta var árið 1972 en það sama ár varð Ziggy Stardust til í sinni endalegu mynd. En Bowie var búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í þó nokkurn tíma. Ziggy Stardust var geimvera sem hafði lent á jörðinni til þess að rokka og róla. Bowie lifði sig mjög inní hlutverkið. En Ziggy var með sítt hár, glimmer, make up, háhælaða skó,flotta búninga og brjálaða framkomu. Mick Ronson var auðvitað með klikkaðan gítar. En allt tekur enda því 3. júni 1973 sagði Bowie að af öllum tónleikum sem þeir höfðu spilað á mundu þeir muna eftir þessum lengst, ekki bara af því þetta var sá síðasti á tónleikaferðalaginu heldur einnig sá seinasti sem þeir mundu spila á. Allir stóðu gapandi eftir, sérstaklega hljómsveitin.
Næsta plata kom ´73 var það platan Aladdin Sane. Hún byggir á reynslu hans í Bandaríkjunum. Svo kom Pin Ups sem var seinasta platan með Mick Ronson á gítar og Ken Scott sem upptökustjóra. En Pin Ups var tribute plata til þeirra listamanna sem Bowie dáði í London 64-67.
Young Americans kom út ´75 þar söng hann með Motown hetjunni Luther Vandross. Síðan flutti hann til Berlin, þar gerði hann tvær snilldarplötur eða Heros og Low. Vera hans í Berlin hafði góð á áhrif á hann. Í Bandaríkjunm saug hann heilu bílfarmana af kókaíni upp í nefið á sér (man t.d. ekki eftir því að hafa gert plötuna Station to Station)en neyslan minnkaði verulega í Berlin. 1980 kom Scary Monsters and Super Creeps út. En á henni skýtur Major Tom, söguhetjan á laginu Space oddity aftur upp kollinum en hann týndist í geimnum. En í laginu Ashes to ashes er hann mættur aftur og kom í ljós að hann var búinn að vera dópaður í geimnum í rúman áratug. Bowie fer að forðast sviðljós meira og meira. ´93 kom hann með plötuna ´Black Tie with Noise´. Hann söng með Placebo lagið Twentieth Century Boy. Það samstarf gekk svo vel að þeir sungu Placebolagið –With out you I´m nothing saman..
Bowie hefur leikið í a.m.k 24 bíómyndum m.a.
-The Image (´67)
-The Man who fell to earth (´76)
-Zoolander (´01)
Hann hefur 12 sinnum komið fram í þættinum Top of the Pops og spilað á yfir 5000 tónleikum víðsvegar um heiminn. Hann spilar á mörg hljóðfæri m.a saxafón, gítar, píanó, hljómborð, harmoniku, mandólín, fíðlu og selló. En upprunalega áleit hann sig ekki söngvara, söngurinn kom af illri nauðsyn. Hann var sagður samkynhneigður en er í raun tvikynhneigður.Hann er giftur Abdul Majid.Það mun vera kona=) Þau giftust í Sviss 24.apríl. Þau eiga dótturina Alexzhandria Zahra Jones. Hún fæddist 15.ág 2000. Hann er með mislit augu annað er blátt en hitt er brúnt.