Queen byrjuðu árið 1968 undir nafninu Smile. Meðlimir voru Roger Taylor, trommari, Brian May, gítaristi og Tim Staffell, söngvari. Á þessu stutta tímabili sem Smile störfuðu með Tim Staffell sömdu Brian May og Staffell lagið Doing All Right sem var notað á fyrsta albúmi sveitarinnar undir nafninu Queen. Þegar Tim Staffell yfirgaf Smile og fór í nýja hljómsveit að nafni Humpy Bong, kom meðleigjandi hans Freddie Mercury og tók hans stöðu í hljómsveitini.

Freddie Mercury fæddist 5. September 1946 undir nafninu Farookh Bulsara í Zanzibar. Hann breytti seinna nafni sínu í Freddie Mercury. Hann varð Píanisti og aðalsöngvari Queen. Hans frægustu Queen lög voru Bohemian Rhapsody, Killer Queen, Bicycle Race, Somebody To Love, We Are The Champions og Crazy Little Thing Called Love.
Brian May fæddist 19. Júlí 1946 og er eflaust þekktastur sem gítarsnillingur úr Queen. Gítarinn hans Brians er frekar sérstakur, en hann er heimatilbúinn. Pabbi Brian's smíðaði gítarinn fyrir hann. Reyndar fengu gítarsmiðir leyfi til að gera eftirlíkingu af gítarnum og kölluðu hann Red Special. Frægustu Queen lög Brian's eru Tie Your Mother Down, Hammer To Fall, We Will Rock You, Fat Bottomed Girls, Who Wants To Live Forever og The Show Must Go On.
Roger Meddows Taylor fæddist 26. Júlí 1949 og hann var trommari Queen. Hans frægustu Queen lög eru eflaust Radio Ga Ga, A Kind Of Magic, Heaven For Everyone og These Are The Days Of Our Lives.
John Deacon varð svo bassaleikari Queen og fæddist hann 19. Ágúst 1951. Hans þekktustu lög eru You're My Best Friend, I Want To Break Free og Another One Bites The Dust.

Árið 1973 gáfu Queen út sína fyrstu plötu og hún fékk nafnið Queen. Hún innihélt lög einsog Keep Yourself Alive, Modern Times Rock N Roll og Seven Seas Of Rhye(án söngs). Að mínu mati er fyrsta plata Queen vanmetinn og verðskuldar meiri athygli. Queen fengu ekki verðskuldaða athygli fyrr en Queen II kom út. Á Queen II var lagið Seven Seas Of Rhye með söng og í fullri lengd og það komst í sæti 10 á breska vinsældalistanum. Queen fóru svo á tónleikaferðalag sem upphitunar hljómsveit Mott The Hoople og þar samdi Brian May lagið Now I'm Here, en þegar hann samdi það var hann undir miklum áhrifum frá The Who. Seinna sama ár kom platan Sheer Heart Attack út og fyrir hana urðu Queen stórt nafn í evrópu. Hún innihélt lög einsog Stone Cold Crazy, Brighton Rock, Now I'm Here, In The Lap Of The Gods og Misfrie sem var fyrsta lag John Deacon's.

Næsta plata Queen var meistaraverk þeirra og hvert einasta lag var gott. Þessi plata var A Night At The Opera. Platan innihélt frægasta lag Queen, Bohemian Rhapsody. Lagið náði fyrsta sæti í Evrópa en bara níunda sæti í Bandaríkjunum. Lagið I'm in Love With My Car sem var samið og sungið af trommaranum Roger Taylor náði líka nokkrum vinsældum og var seinna notað í Jagúar auglýsingum. Lagið Prophets Song var tilraun hljómsveitarinnar með Stereó, lagið Death On Two Legs um fyrrverandi umboðsmann Queen og Lagið God Save The Queen var virðingavottur við Bretland. Platan fór í þrefalt platínum í Bandaríkjunum.

Næsta plata Queen var A Day At The Races og hún var ekki verri en Night At The Opera, en heldur ekki betri. Hulstrið á Day At The Races var líkt A Night At The Opera og kom umtal um að gefa þær tvær út saman í pakka en hætta var við það. Frægustu lög plötunar voru Tie Your Mother Down og Gospel-lega lagið Somebody To Love, sem er algjör snilldar ballaða. Sama ár slógu Queen met í áhorfendafjölda þegar þeir heldu tónleika í Hyde Park. En fleiri en 180.000 mættu á tónleikana.

Næsta plata Queen var meistaraverk Númer 2 og fékk nafnið News Of The World og kom út 1977. News Of The World hefur verið kallað besta Þungarokk albúm áttunda áratugsins. Tvö af frægustu lögum Queen opnuðu plötuna en það voru lögin We Will Rock You og We Are The Champions. Svo innihélt platan líka lögin Get Down Make Love og Pönk lagið Sheer Heart Attack sem hefði komið út á samnefndri plötu en lagið var ekki tilbúið á tímanum sem lagið kom út. Stuttu seinna kom sólosmáskífa Rogers út, I Wanna Testify/Turn On The TV.

1978 kom platan Jazz út. Lögin Fat Bottomed Girls og Bicycle Race fengu mesta athygli af öllum lögunum á plötuni, en önnurlög sem fengu athygli voru Dead on Time, Let Me Entertain You, Don't Stop Me Now, Mustapha, sem var lag eftir Freddie og sungið á hebresku, og svo More Of That Jazz eftir Roger, en það var upprifjun, með lagabrotum úr lögum plötunar. Queen urðu fyrir vonbrigðum með plötuna og gáfu þá út plötuna Live Killers, sem var tónleika plata. Hún átti að bæta upp fyrir Jazz.

Næsta plata Queen varð ein stærsta sem þeir höfðu gert, hún fékk nafnið Tha Game og innhélt vinsælasta lag Queen í Bandaríkjunum, Another One Bites The Dust. Crazy Little Thing náði hinsvegar fyrsta sæti í Bretlandi. Save Me, Play The Game og Sail Away Sweet Sister voru líka á plötuni. Sama ár(1980) kom platan Flash Gordon út og fékk ekki mikla athygli.

1981 kom svo út smáskífan Under Pressure, en hana unnu þeir með snillingnum David Bowie. En lagið kom svo út á breiðskífuni Hot Space, sem var tilraun sveitarinnar með Funk. Hot Space fékk ekki mikla athygli. Næsta plata sem Queen gáfu út var The Works, árið 1984. Hún fékk mikla athygli og innihélt lögin Man On The Prowl, Radio Ga Ga, Hammer To Fall og I Want To Break Free. The Works seldist illa og þá fóru meðlimir Queen á sólóferla. Reyndar hafði Roger Taylor gefið út sína fyrsta breiðskífu áður en Works kom út, en það var Roger Taylors Fun In Space.

1985 komu Queen fram á Live Aid og hápunktur þeirra tónleika var þegar allir byrjuðu að klappa í takt við Radio Ga Ga. 1986 tóku Queen svo upp A Kind Of Magic og hleyptu á stað The Magic Tour, þeirra flottasta tónleikaferðalag frá byrjun. Platan innihélt lögin Who Wants To live Forever, Friends Will Be Friends, One Vision og A Kind Of Magic. Þeir héldu þrefalda tónleika fyrir allt í allt 400.000 manns í Wembley og miðanir seldust upp á tvem tímum. Tónleikanir voru gefnir út á plötu árið 1992. Seinustu tónleikar Queen voru svo í Knebworth Park sama ár.

1989 kom svo út platan The Miracle, en á henni voru allirmeðlimir Queen skrifaðir fyrir öllum lögunum. Árið 1991 byrjuðu kjaftasögur um að Freddie væri eyðnismitaður. Kjaftasögunar voru sannar en Freddie neitaði þessu alfarið og ef maður horfir á tónlistamyndbandið við lagið Scandal sérst alls ekki hvað Freddie var veikur þarna. Seinasta plata Queen með Freddie var Innuendo sem kom út stuttu fyrir dauða Freddies 1991. 23 Nóvember 1991 dó svo Freddie, einum degi eftir að hafa viðurkennt að hann þjáðist af eyðni. 1995 kom svo platan Made In Heaven út en hún innihélt áður óútgefinn lög með Queen.

Queen eru enn í fulli fjöri þó að John Deacon sé hættur. Queen eru nú með Paul Rodgers, en það er samt ekki nýji söngvarinn þeirra, hann er bara að spila með þeim á þessu tínleikaferðalagi. Vonandi hafiði haft gagn og gaman afþessari grein og takk fyrir mig.