Sko ég er bara alls ekki á eitt sátt með að það sé verið að fara að sýna seinustu seríuna! Ég er ein af þessum forföllnu aðdáendum sem get bara engan vegin lifað án þessara þátta!
Ég meina það er alltaf eitthvað nýtt, þættirnir eru ekki alltaf sama klisjan eins og t.d glæstar vonir…! Og maður getur hlegið af sama þættinum endalaust..aftur og aftur og alltaf er hann jafn fyndinn! Þau vilja hætta að leika í þáttunum til að fara að einbeita sér að kvikmyndum…það er allt gott og blessað en þau er öll á milli 33-40. Ég veit ekki hvað ykkur finnst en eiga þau eitthvað mikla framtíð fyrir sér þar….þau eru öll frábærir leikarar en maður mun alltaf líta á þá sem bara “Friends”.
Það væri gaman að fá ykkar álit á þessu!
Einnig langaði mig að vita hvort einhversstaðar væri hægt að kaupa allar seríunar saman í pakka á videospólum??

Kveðja..