Ég hef verið að horfa á Married to the Kellys sem er á Föstudagskvöldum á Stöð 2. Það er mjög skemmtilegt, og er um Tom (Breckin Meyer) sem giftist Susan (Kiele Sanchez) og flytur með henni frá New York til Kansas. Þar á fjölskylda Susan heima og fjölskyldumeðlimirnir eru: Sandy (Nancy Lenehan) móðir hennar, Bill (Sam Anderson) faðir hennar, Mary (Emily Rutherfurd) systir hennar, Chris (Josh Braaten) eiginmaður Mary, Lewis (Derek Waters) bróðir hennar, og svo Lisa sem býr ekki hjá þeim. Tom er frekar lengi að aðlaga sig að fjölskyldunni, þar sem hann er rithöfundur og frekar lítill, en Chris (eiginmaður Mary) er mikið uppáháld þeirra, enda hjálpar hann Bill og Sandy mjög mikið. Mary og Susan eru alltaf að metast, Mary er með Doktorsgráðu og þykist vera gáfaðri en hin. Lewis er mjög skrýtinn, en Susan dekrar hann og kaupir flest fyrir hann. Tom er mjög ánægður með það að búa í Kansas, en þegar hann og Susan fara til New York að heimsækja foreldra Toms, vill hann ekki viðurkenna að hann hafi það gott. Susan vill sanna það og býður þeim í brúðkaupsafmæli Kellys-hjónanna. Þau samþykkja það en reyna að fá Tom til að flytja aftur til New York. Hann vill það ekki, en þau sjá líka hvað lífið er gott þarna í Kansas svo að þau ákveða að flytja í húsið sem Chris var að gera upp, en hann vildi ekki selja þeim það. Mary var að sýna fólki húsið til að reyna að fá það á sölu, og þegar hún heyrir um flutning foreldra Toms selur hún þeim það. Þau vilja breyta húsinu, en á meðan er Chris ekki ánægður.

Breckin Meyer (Tom) Hefur m.a. leikið í: Blast, Kate and Leopold, Rat Race, Can't Hardly Wait, Clueless, The Craft, Prefontaine og Josie and the Pussycats.
Kiele Sanchez (Susan) hefur m.a. leikið í Class Warfare og var að leika í mynd sem heitir That was then.
Nancy Lenehan (Sandy) hefur m.a. leikið í: Catch Me if You Can, Full Frontal, The Limey, Pleasantville og hefur leikið í þeim fræga sjónvarpsþætti Malcolm in the Middle.
Sam Anderson (Bill) hefur m.a. leikið í: Forrest Gump, Napoli Milionaria og svo í þekktum sjónvarpsþáttum s.s. ER, Growing Pains, Friends (gestahlutverk), X-files, Vesturálman, og Evribody loves Raymond.
Emily Rutherfurd (Mary) hefur leikið mikið í sjónvarpsþáttum, s.s. Work with me (hennar fyrsta hlutverk), The Ellen show og Will & Grace.
Josh Braaten (Chris) leikur frekar í sjónvarpsþáttum, s.s. That 80s show og Spin City. Hann hefur þó leikið í kvikmynd, Dumb and dumberer.
Derek Waters (Lewis) hefur leikið í Spin city, That 80s show og The District.

Ég vona að þið höfðuð gaman af þessari grein, og endilega horfið á Married to the Kellys, sem er á Föstudagskvöldum kl.20:50.