Ég hef verið að horfa á endursýningu FRIENDS á stöð 2 núna undanfarið af mikilli gleði þar sem ég hafði áður ekki stöð tvö og hef því fylgst frekar gloppótt með lífi Vinanna undanfarnar seríur. Um daginn sá ég þátt þar sem Joey er að byrja að vera hrifinn af Rachel og svo hvernig það þróast í næstu þáttum. Ég veit að þetta hljómar fáranlega en mér fannst þegar ég horfði á þetta að þau ættu að vera saman. Og ég var bara hálffúl að þetta myndi ekki ganga upp. Það er svolítið skrítið að mér skuli finnast þetta því ég var alltaf á því að Ross og Rachel ættu að vera saman, mér fannst bara að þau væru “the perfect match” ef svo mætti að orði komast. En ég veit ekki, það var eitthvað við það sem gerðist í þáttunum, hvað Joey var hrifinn af henni og fullur af einlægni í hennar garð og …. já, mér bara fannst, finnst enn, að þau ættu að enda saman. Þetta “Ross and Rachel” dæmi er líka orðið pínku þreytt og spurning hvort að sambandið sem slíkt eigi einhvern séns ennþá eftir allt sem á undan er gegnið. En þetta er jú bara sjónvarpsþáttur en ekki hið raunverulega líf þannig að allt getur jú gerst…..

En hvað finnst ykkur? Hverjir fitta betur saman: Ross og Rachel eða Joey og Rachel….eða bara allir með einhverjum öðrum?