Ég las grein hérna um daginn um það að Chandler væri breyttur, þá fannst mér þetta fjarstæða en þegar ég horfði á þáttinn í gær fór ég að taka eftir þessu, allur svipur hans er eitthvað svo öðruvísi, brosið sem hann kreisti fram í myndtökunni sannfærði mig,
þegar hann brosir þessu “kaldhæðnisbrosi” eins og maðurinn sagði, þá er eitthvað ekki eins og það á að sér að vera. Svo er hann líka kominn með svo ellilega hárgreiðslu eitthvað og gleraugun breyta svipnum líka mikið.

En þegar öllu er á botninn hvolft þá held ég að þessi breyting sé hvorki pilluáti né aðgerðum að kenna, kallinn er bara að verða gamall :)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _