SPOILER—————SPOILER————-SPOILER
Fyri r þá sem að ekki sáu þáttinn í kvöld.

Hjálpi mér allir heilagir, ég held að ég hafi ALDREI hlegið jafnmikið við Friends-þátt. Þetta var algjörlega ótrúlegt því að mér fannst eins og ég hafði hlegið við hvern einasta brandara, for crying out loud.

Þátturinn byrjaði þannig að Ross fer yfir til Chandler og lætur hann vita af því að hann hafi séð Rachel og Gavin kyssast á svölunum í íbúð Monicu og Chandlers (úr íbúð Rachel og Ross). Þetta var skömmu eftir afmælið hennar Rachel. Ross segir að ef að Rachel fari bara og kyssi einhvern náunga ætli hann að gera það líka. Sem betur fer nær hann að verja sig áður en Chandler kemur með eitthvað skoplegt comment:

Ross: … ok, HAHA, Ross is gay, very funny!

Seinna sjáum við að Phoebe býður Monicu á eitthvað festival sem að Phoebe syngur og Mike (kærastinn hennar) leikur á píanóið. Phoebe býður Monicu að syngja. Hún er í fyrstu eilítið smeyk, en að lokum fer hún upp á svið. Hún syngur hræðilega (að mínu mati allavega :p) en allir karlarnir eru ánægðir þrátt fyrir það. Monica hafði greinilega gleymt því að fara í brjóstarhaldara og sést í gegnum fötin út af kastljósinu.

Önnur sviðsmynd er af því að Ross og Chandler reyna að pikka upp einhverjar stelpur (fyrir Ross til að hefna sín á Rachel, þarsem Chandler er giftur) og þegar Ross segist vera svo góður í að “picka upp píur” kemur mesta SNILLDAR pickup-lína sem ég hef heyrt.

Ross: OK, how would you rather wanna die? Drown or be burned alive?

Mesta snilld!!!

Ein önnur svipmyndin er þegar Joey fer til að láta fjarlægja augnbrýrnar með vaxi. Hehe, þegar hann er búinn að fjarlægja þær, vill hann ekki vera þannig, og litar óvart aðra augnbrúnina með tússi (Joey er alltaf jafnsniðugur) og lætur Chandler síðan lita hina. Það er hræðilega scary!

En til að athuga hvernig Ross og Chandler hafði gengið hafði Ross greinilega spurt margar konur oftar en einu sinni á kaffihúsinu, hvort þær væru með áhuga á honum. Þá kemur inn einhver kona (ekkert allt of fríð :S) sem að Ross heyrir að einhver gaur hafði greinilega dömpað fyrr um daginn. Ross er orðinn svo desperate að hann fer og talar við konuna.

Heima hjá Rachel og Ross, er Rachel búin að vera að þykjast að vera veik, til að sleppa við að horfast í augun á Gavin í vinnunni. Hún er ekki alveg viss um hvort að Gavin sé rétta stöffið til að vera að hugsa út í (þarsem að Emma og Ross eru hátt á listanum). En Gavin kemur heim til hennar til að kíkja á hana, og færa henni súpu þarsem hún er “veik”. En þegar barnfóstran þeirra kemur við til að sækja Emmu, felur hún Gavin á bak við gluggatjöldin, hugsandi um það að Ross sé að labba inn um dyrnar. Gavin kemst að því að það sé ekki rétti tíminn að vera að reyna eitthvað með Rachel.

Annarsvegar, þá er Ross í fullum gangi með það að misskilja Rachel, og er kominn með skrítnu konuna af kaffihúsinu heim til sín um kvöldið. Rachel kemur heim og hún og Ross hefja hálfgert rifrildi. Ross nefnir það með að Rachel hafi fengið símanúmerið hjá einhverjum gaur á einhverjum bar. Rachel spyr hann afhverju hún hafi aldrei fengið skilaboðin frá honum þegar hann hringdi, og þegar Ross svaraði í símann. Þau eru að rífast, og á endanum ákveða þau að það sé ekki sniðugt að búa saman lengur.

Við sjáum Rachel fara til Joey (með “fallegu” augnbrýrnar sínar) og flytur þangað inn.

Skemmtilegur þáttur, þarsem ég hló mest allan tímann, en nokkuð sorglegur í endann.
_________________________________________________