Ég hef tekið eftir nokkuð mörgum c/p greinum hér á Huga (ég er ekki að áfallast þig GullaJ) og ég var að spá í hvort svona mikið af copy/peisti væri leyft svona mikið. Sérstaklega ef að það er þýtt af enskum greinum, og þýðingarnar eru hræðilegar. Sérstaklega tek ég eftir því að adminarnir leyfa svona greinar. Ætli það sé útaf greinaskortum hér á Huga? Allavega finnst mér það ekki nógu gott að svona c/p greinar séu leyfðar aðeins til að halda þessu áhugamáli á lífi. Hver veit ekki að Matthew Perry leikur Chandler? Og ég veit að í þessum greinum er meira en bara það, en það er aðeins c/p (þó að það sé getið til heimilda er það ekki gott). Og eins og ég nefndi áður, þó að greinarnar séu teknar af öðrum enskum/bandarískum (eða útlendum af einhverju tagi) eru þýðingarnar hræðilegar! Adminarnir ættu kannski fyrst að benda á stafsetningarvillur áður en þeir leyfa greinar sem slíkar. Kannski ef þið reynið að skrifa eitthvað sjálf með ykkar eigin hugmyndum væri aðeins meira virði að kíkja á það.

Nefnið þið frekar urlið að síðunni á korkinum í staðinn fyrir að gera það að grein sem að allir mótmæla að lokum, og enginn er sáttur við.

Finnst ykkur ekki þess virði að ræða þetta allavega?

- Kexi
_________________________________________________