Strákarnir í friends Ég sendi inn grein fyrir svolitlu síðan sem fjallaði um stelpurnar í friends, eða þær Rach, Mon og Pheebs, en núna ætla ég að segja ykkur pínu frá strákunum í friends, þeim Joey, Chandler og Ross :)
Þið vitið eflaust flest af þessu en ég ákvaðað senda það inn bara svona svo að við höfum eitthvað til að lesa :)

Matt LeBlanc fæddist 25.júlí 1967 í Massachusetts. Um 1987 byrjaði hann að leika í auglýsingum. Matt er örugglega þekktur sem geðveikt sæti gaurinn í Heinz tómatsósuauglýsingunni. Hann hefur líka auglýst fyrir Levis 501, Coca-Cola og Doritos. ÞEgar hann var 18 ára flutti hann til Flórída með pabba sínumm, en hann bjó þar ekki lengi vegna þess að hann fékk eitthvað hlutverk í New York. Í þáttunum er Joey svona gaur sem að öllum finnst skemmtilegur. Hann er fyndinn, seinfatta og alveg yndislega heimskur (í jákvæðri merkingu). Joey hefur verið meira og minna atvinnulaus í þáttunum. Þegar hann var rekinn úr Days of our lives gekk þetta aldrei nógu vel upp. En svo fékk hann starfið aftur.

David fæddist 12 nóvember í Queens, New York en hann ólst upp í L.A. Hann fékk svokölluðu “leiklistarbakteríuna” í Northwestern Háskólanum þar sem hann útskrifaðist 1988. David hefur leikið hlutverk m.a. í LA law og NYPD Blue. Hlutvek hans í friends, Ross, var sérstaklega skrifað mað hann í huga. Í þáttunum eru hann og Monica systkini en eins og hjá öðrum systkinum hafa þau nú eitthvað rifist. T.d. þegar Ross og Rach voru saman rifust þau yfir öllu! Aðalvandamál Ross eru hjónabönd. Fyrst var hann giftur Carol. Þau skildu vegna þess að hún var lessbía. Svo þegar hann var að fara að giftast Emily sagði hann vitlaust nafn við altarið, RACHEL. Svo vaknaði hann einn morgunuinn í Las Vegas við hliðina á Rachel, en þau höfðu duttið í það og gift sig kvöldið áður.

Matthew fæddist 19.ágúst 1969 í Williamstown, Massachusetts. Hann var alinn upp í heimabæ móður sinnar, Ottawa, Ontario. Matthew var ekkert smá hrifinn af tennis og var uppgvötaður af einhvejum framleiðanda þegar hann var að sýna einhverjum stelpum hvað hann væri góður í tennis. Árið 1988 lék hann lítið hlutverk í “A night in the life of Jimmy Reardon”. with River Phoenix.
Chandler er sá fyndnasti af vinunum. Hann kemur alltaf með brandara, sérstaklega ef hann lendir í einhverju vandræðalegu. Chandler hefur búið á móti Monicu síðan í 1.seríu. Það gerðist svo í London að þau vöknuðu hliðina á hvort öðru og þar byrjaði sambandið á milli þeirra en þau ákváðu að halda því leyndu. Það varð alveg þangað til að Joey fattaði það en þá þurfti hann líka að halda því leyndu. En það er honum erfitt eins og við flest vitum. En svo var það í einum þættinum þar sem að allir fatta það (the one where everybody finds out). Monica og Chandler giftust svo í 7.seríunni :)

-erlam89