SOTW er stytting á “Signature of the week” eða undirskrift vikunnar. En ég ætla reyna að vekja upp þetta áhugamál með vikulegri signature keppni. Í hverri viku u.þ.b. kl 12 á laugardagskvöldum (00:00) byrjar keppnin og nokkrum mínútum áður hættir keppnin í vikunni áður. Fyrsta vikan er free-for-all eða þá máttu senda inn hvaða signature sem er.


Reglur:


1. Aðeins máttu senda inn mynd sem gerð var af sjálfum þér. Þó má nota renders og aðrar myndir til að hjálpa sér við undirskriftina.


2. Allar umræður um SOTW er mælst með að þú setjir á annan kork. (Ath reglu nr. 9)


3. Aðeins er hverjum notanda huga leyft að senda inn eina undirskrift í hverri keppni, svo taktu þér nógan tíma með hverja.


4. Þú getur aðeins notað nýja signature (þ.e.a.s. þú mátt ekki nota sömu signature-ina í tvem eða fleiri keppnum)


5. Undirskriftin má ekki brjóta skilmála huga.


6. Undirskriftin má ekki vera hærri en 200 pixlar og/eða breiðari en 450 pixlar.


7. Brot á reglunum getur aldrei orðið verri en að vera bannaður frá keppninni. (Nema regla 5 sem gæti orðið til banns á huga.is).


8. Anmimation er leyft. (Alls ekki nauðsynlegt)


9. Allar undirskriftir verða að vera póstaðar hér. Ekki verða þær myndir sem verða póstaðar annarsstaðar s.s. umræðu um keppnina eru ekki teknar með í keppninni.


10. Ég áskila mér allan rétt skera út um hvort notandi sé að brjóta reglu eða ekki. Einnig get ég breytt reglunum án fyrirvara.



Ég er ekki búinn að ákveða fullkomlega hvernig dæmt verður um hvaða undirskrift sigrar en líklegt er að valdnar verða bestu myndir og svo sendi ég það inn sem könnun eða ég geri einfaldlega kork um það. Endilega komið með aðrar hugmyndir.

Til að pósta mynd mæli ég með að up-loada myndinni þinni á www.imageshack.us


Vonast eftir góðri þátttöku og gangi öllum vel!