Athyglisverðast auglýsing ársins aftsaðin. Jæja loksins aldrei hef ég verið eins fúll yfir AAÁ eins og þetta árið. Eftir nokkur löng bréf og símtöl við fólk hjá Ímark í fyrra þá hélt ég að keppnin í ár myndu marka tímamót í sögu vef hönnun á Íslandi. Ég hafði meira segja samband við Ímark fyrir áramót og spurðist frétta, og hvort menn væru búnir að hugleiða hvort það ætti að opna vef verðlauna flokkinn betur, en var sagð að þetta mál yrði brátt tekið fyrir. Þetta endaði semsagt á þann veg að ekkert gerðist…

Ég hef verið að berjast fyrir því að ÍMARK, sem heldur keppnina AAÁ á hverju ári taki sig saman í andlitinu og verðlauni fyrir vefsíður líkt og þeir væru að verðlauna prentverkin. Í dag leifa þeir sér að verðlauna fyrir best fyrirtækjavefinn???

Hvernig í ósköpunum geta þessir menn, með auglýsinga og markaðsfólki í fyrirrúmi valið aðeins úr einum flokki? Er samansem merki á milli fyrirtækja eins og Mbl og Birtingur? Hafa þessi fyrirtæki jafna möguleika til samkeppni?

Hvernig stendur svo á því að þeir sem verðlauna velja svo Flash vefi af öllum vefjum til verðlauna? Menn hafa kannski ekki áttað sig á því að við valið í fyrra hafi Flash vefur verið kosinn besti fyrirtækjavefurinn? Hvaða fyrirtæki ætli það hafi verið, jú auglýsingastofna Gott Fólk Mc.Eriksson og fiskar… Sem er ein af Bestu auglst. landsins. Hitt er þó annað að sá góði fyrirtækjavefur var ekki uppfærður í heilt ár.. Einungis nokkrum dögum fyrir keppnina var vefurinn uppfærður. Ekki vantar hæfileikana til að uppfæra vefinn, heldur eru flash vefir ílluppfæranlegir fyrir markaðsfólk, og textafólk sem við þessa iðju eiga að stunda daglega, nema þeim mun meiri snillingar smíði gott viðmót til uppfærslu þessara síðna í gegnum xml og þannig hluta.

Er svona mikill skortur á þekkingu í samfélagi teiknara að menn sem vinna við þessa iðju alla daga súpa seiðið af misgjörðum þessarra manna. Ég hef ekkert útá Birting að setja, né Gott Fólk/fiskar (ber mikla virðingu fyrir Góðu Fólki/fiskar). En hinnsvegar finnst mér að þegar um samkeppni er að ræða þá verði dæmt útfrá enhverju samhengi.

Nauðsyn er á að stokka bestu vefjunum upp í flokka.

Tel að best væri að veita verðlaun fyrir.
Besti fyrirtækjavefur
Besti upplýsingavefurinn
Besti fjármálavefurinn
Athyglisverðasti vefurinn
Bjartasta vonin ??

(Er bara að skjóta útí loftið en hér mætti enhver umræða fara fram um þetta málefni.)

Hvað finnst ykkur.