Hönnuðir notið bremsurnar svo heilann … Þessir menn ættu að gæta að sér, þeir ættu að loka að sér, leggja sig inn því að nú hefjast nýjir tímar.

Það pirrar mig hrokinn sem felst í þessari yfirlýsingu í greininni á undan. “The web is dead and Jakob Nielsen Killed it!”

Þetta summerar samt upp tilfinninguna mína fyrir grafískum hönnuðum upp til hópa og raunar tölvufólki líka. Menn eru að fylla vefinn af svaka grafík og allskonar nýjustu tækni sem bara örlítill hópur kann að meta en er einskonar egobúst fyrir hönnuðina. One for the portfolio!

Ég er ekki að tala um að allir eigi að gera ljóta vefi. Það er bara ekki málið. Ef menn vilja láta kalla sig atvinnumenn er áskorun í því að skammta sjálfum sér vinnurými og verkfæri og gera hlutina á bremsunni. Bremsan er erfiðasta atriðið og menn ná ekki almennilega tökum á henni fyrr en eftir margra ára reynslu. Það er svo auðvelt að ofhlaða vef og ná sér í eitthvað javascript á vefnum bæta við smá flashi osfr. Allt það nýjasta er tekið hlandvolgt.

Það má líkja þessum hópi við hóp af fólki sem er svo spennt yfir jólunum að það heldur alltaf upp á jólin viku fyririr jól. Þegar hin hefðbundnu jól svo koma gleðjast allir nema vesalings fólkið sem gat ekki beðið. Það var búið að opna alla pakkana og maturinn farinn hina hefðbundnu leið út í sjó.

Farið á www.innn.is með Netscape. Það kemur tilkynning sem segir að því miður styði Netscape ekki síðuna. Og innn er internetfyrirtæki. Ég gæti tekið mun fleiri dæmi en það vita allir hvað ég er að tala um.

Ég ætla að gerast svo djarfur að halda hrokanum og umorða setninguna að ofan;
… hönnuðurnir ættu að gæta að sér, stíga aðeins á bremsuna og stíga skrefið niður af stallinum sínum, því nú hefjast nýjir tímar.