Firmamerki svart á hvítu Hönnuðir selja sig allt of oft ódýrt þegar að kemur að firmamerkjum. Oft á tíðum er summan = (cash$) sem menn fá fyrir merkið það lág að menn henda saman enhverjum fonti og smyrja lit á stykkið og láta þetta frá sér í einföldu formi eins og floppí og guðs lifandi fegnir því að fá aurinn og vera lausir við djobbið.

Ég hins vegar er þeirrar skoðunar að þegar að einstaklingar og fyrirtæki eru að kaupa firmamerki þá eru þeir að reyna að skapa heildarmynd reksturs eða stefnu fyrirtækisins, þar sem merkið þarf að bera þungan af kynningastarfseminni ofl… Firmamerki þarf að vera úthugsað og stöndugt á hvaða formi sem er. Hönnuðir með tilkomu tölvu hafa tileinkað sér fljótari vinnubrögð en með tilkostnaði, því margir hverjir eru hættir að notast við frjóa hugsun og teikna hugmyndir niður á blað áður en þeir fara af stað og framleiða á tölvu fákum sínum.

Ég vinn töluvert með erlendu fyrirtæki (hjúk! það eru hönnuðir annarsstaðar en á Íslandi) nánar tiltekið í Bretlandi. Ég þurfti að útfæra lógó á litaðan og svartan flöt(Firmað sem ég vann fyrir er nýbúið að láta hanna nýtt firmamerki sem er gott og blessað). Auglýsingastofan sagði að þeir hefðu hannað firmamerkið aðeins fyrir hvítan bakgrunn (gott og vel) nema að bakgrunnurinn þyrfti að ná frá hægri til vinstri yfir alla síðuna?? Go figure! Ég var allveg stein hissa hvað eru menn að hugsa. Þeir einfaldlega höfðu alldrei heyrt um Fax eða aðra möguleika en þá að hægt væri að nota firmamerkið í svart hvítu og öfugt…

Ég bið bara alla hönnuði að selja sig ekki ódýrari en það að þeir geti búið til notgunarreglur fyrir firmamerkin. Þannig að þeir eins og aðrir geti notað þau við sem flestar aðstæður.

Aðeins eitt að lokum… Lógo þarf að vera hægt að nota svart á hvítu….