Sælir, þetta er tutorial sem ég var að ljúka við. Biðst velvirðingar á myndaskort, en njótið :)

1.) Opnið nýtt skjal sem er 400x400 með Transparent bakgrunn. Litið hann svo svartann með Paintbucket tool (G)

2.) Farið í Filter->Render-> Lens Flare og með venjulegu stillingarnar, setjið sól í hornið efst til vinstri

3.) Tvöfaldið layerinn (Ctrl + J) og farið svo í Edit-> Transform -> Rotate 90° CW, setjið blending mode í Screen. Ctrl + E

4.) Tvöfaldið layerinn aftur (Ctrl + J) og farið svo í Edit-> Transform -> Rotate 180°. Setjið blending mode í Screen og ýtið svo á Ctrl + E til að “merga” layerara

5.) Farið í Filter-> Sketch -> Chrome: Detail: 5, Smoothness: 10

6.) Tvöfaldið layerinn aftur (Ctrl + J) og farið í Filter-> Disort -> Twirl: Angle 250. Setjið blending mode í Lighten, og ýtið svo á Ctrl + E til að “merga”

7.) Tvöfaldið layernin aftur (Ctrl + J) Farið í Filter-> Disort-> Polar Coordinates: Polar to Rectangular. Setjið layermode í Lighten, svo “merge” með Ctrl + E

8.) Tvöfaldið layerinn aftur (Ctrl + J) Farið í Filter-> Disort-> Wave: Allar sömu stillingar, ýtið nokkrumsinnum á Randomize svo OK. Setjið blending mode í lightenn. “Mergið” layerana aftur (Ctrl + E)

9.) Ýtið á Ctrl + B fyrir color Balance, og setjið þetta í Midtones, Color Levels: -20 0 +20. Þetta í Shadows: -22 0 0. Þetta í Highlights: -11 0 +9

10.) Farið í Image-> Rotate Canvas-> 90° CW. Farið í Filter-> Stylize-> Wind: Method: wind. Direction: From the right.

11.) Farið í Image-Adjustments-> Brightness/Contrast: Brightness -10 Contrast +20

Þá er þetta komið. Þetta leit svona út hjá mér.

Þetta er hægt að nota í banners eða sig’s (Signatures)

Ég biðst afsökunar á því að allar myndir vantar í þennan tutorial.

Ef ykkur finnst erfitt að skilja eitthvað hérna, eða getið ekki gert eftirfarandi skref. Póstið því hingað eða sendið mér skilaboð og ég skal reyna hjálpa ykkur eftir bestu getu