Sælinú. Ég var að enda við að kaupa mér hátalarastæðu, þessa hér reyndar : http://www.att.is/product_info.php?cPath=45_38&products_id=3663&osCsid=8cad9a847586d0dc15bc6fbdbf6144ed

Ég gekk hinsvegar aðeins of hratt um gleðinnar dyr, og gaf mér ekki tíma til að athuga hvort að tölvan mín væri með rétt tengi sem þyrfti fyrir þessa stæðu. Svo er ekki.
Til að virkja alla hátalarana þarf þrefalt mini-jack input, eins og er líklegast að finna á öllum turntölvum, en lappinn minn er bara með eitt mini-jack tengi fyrir heyrnartól, þannig að aðeins bassaboxið og fremstu 2 hátalarnir virka. Þetta er svosem fínt þegar ég er einungis að hlusta á tónlist, en þegar það kemur að leikjum og DVD þá væri nú skemmtilegra að geta nýtt sér surround-sound uppbygginguna.

Því spyr ég ykkur, kæru hugarar, er einhver leið til að tengja þá alla við tölvuna? Er t.d til einhvers konar millistykki sem gæti breytt þessu þrefalda tengi yfir í usb eða eitthvað annað þvíumlíkt? Eða neyðist ég til að reyna að skila vörunni vegna minnar eigin heimsku og fá annað sett í staðinn með einungis 2 hátölurum auk bassabox?

Getið þið hjálpað mér?
In such a world as this does one dare to think for himself?