Halló, svo er málið að ég er mögulega að fara að kaupa mér bíl með afskaplega crappy græjum… bíll frá '92 með bara græjunum sem fylgdu með..

Ég geri ráð fyrir því í fjárhagsáæltun að eyða dágóðum pening (20-40þ) í græjur, þeas. Amk 4 hátalarar, CD spilari sem styður helst mp3 og helst með innbyggðum magnara.

vill heyra frekar góðann bassa í þessu og helst geta stillt “óþægilega” hátt án þess að það fari að urga.

Væri frábært ef það væri til einhver “pakki” í einhverri verlun með því sem ég þarf, þar sem ég hef ekki kunnáttu á þessu til að geta sett þetta saman. Eða þá að ég gæti farið eitthvert og þeir ráðlagt mér hvað ég þarf og hvað væri gott..


Ég bý á akureyri, þannig ágætt væri ef að ég gæti gert þetta þar, en er á leiðinni til RVK í lok ágúst áður enskólinn byrjar þannig að það er í lagi…

Hvað þarf ég, við hverja get ég talað, hvað mæliði með að ég þurfi að eyða miklu ?
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF