Þar sem ekkert er að gerast á þessu áhugamáli langar mig að senda inn tengil á skemmtilega grein um Bose. Í þessari grein fer höfundurinn ófögrum orðum um fyrirtækið og þeirra aðferðir við að selja og markaðssetja tæki sín.

Þetta er nokkuð löng lesning en samt sem áður fróðleg og skemmtileg.

Greinin er á eftirfarandi slóð
http://www.intellexual.net/bose.html

Það væri gaman að fá umræðu um þetta umdeilda fyrirtæki.

Sjálfur á ég Bose hátalara sem ég fékk á mjög góðu verði á sínum tíma í USA og var hæstánægður með þá. Mér fannst þeir hljóma vel miðað við stærð en hafði svosem ekkert til að bera þá saman við. Svo ákvað ég að kaupa mér stærri hátalara og fyrir valinu varð DALI 5005 blue series, sem ég keypti notaða.

Það er kannski ósanngjarnt að bera þessar tvær tegundir saman en Bose leggur samt áherslu á það í markaðssetningu sinni að hljóðið úr þessum litlu hátölurum þeirra sé sambærilegt og jafnvel betra en úr stærri hátölurum.

Það er skemmst frá því að segja að DALI hátalarnir opnuðu fyrir mig nýja vídd þegar ég tengdi þá og þvílíkur munur á hljóði til hins betra.