Skjávarpi..góð kaup ? Margir álíta skjávarpa hin bestu kjarakaup, að fá bíó tjaldið, og svo tilfinninguna með öflugu heimabíó kerfi.
Kostir og gallar skjávarpa eru margir mismunandi. Skjávarpar hafa verið þekktir fyrir hátt verð, og aðeins þeir tækjaóðu,
eða vel efnaðari aðilar hafa fengið sér þannig í heimahús. En restin eins og ég, höfum látið okkur nægja gamla góða imbann.

Nú í dag hafa skjávarpar verið að hrapa niður í verði, það eru nokkrar ástæður fyrir því. Við getum líkt því við prentara
markaðinn. Þar sem hér áður fyrr kostuðu prentarar mun meira en þeir gera í dag (bleksprautu), fyrr en varði urðu þeir mjög
ódýrir, en enginn pældi virkilega í því hvað varð dýrara í staðinn, en jú það eru blekhylkin. Á meðan laser-prentarar hafa
haldið sínum verð grundvelli. Það sem er að gerast með skjávarpana í dag, er einfaldlega það að ljósaperurnar eru farnar að
endast skemur og kosta töluvert meira. Ástæðan fyrir því að perurnar í þessi tæki eru svona dýrar er væntanlega sú, að þær
eru framleiddar með nokkra hluti í huga, gefa sem hvítast ljós (man ekki hversu mörg kelvin), gefa sem mesta birtu (lumens),
og svo taka lítið pláss. Þessar perur eru einstaklega sérhæfðar og henta væntanlega ekki í heimilislýsingu.

SKjávarpar bjóða uppá mun meiri sveigjanleika en sjónvörp, taka töluvert minna pláss, og það er líka þægilegra að horfa á þá.
Sumir fá hausverk af þessari ákveðinni endurnýjunartíðni á sjónvarpstækjunum, en skjávarpar vinna öðruvísi en sjónvörp svo
að fólk gæti losnað við hausverk með skjávarpa.

En hvað er þá málið að fá sér í dag, nýjasta og flottasta dótið í dag, er kallað DLP, digital light processing, og það sem
allir <a href=http://www.dlp.com>DLP</a>. skjávarpar hafa er enginn gamall LCD skjár, heldur <a href=http://electronics.howstuffworks.com/projection-tv 4.htm>DMD (digital micromirror device)</a>.

Virkni DMD skjásins byggist uppá mörg þúsundum af speglum, og þeir varpa ljósinu af eða á til okkar, svo við sjáum það sem lítinn
púnkt á skjánum.
LCD er hinsvegar fljótandi kristall, og góð lesning og myndir til að útskýra þá á <a href=http://www.howstuffworks.com>Howstuffworks</a>. Nánar <a href=http://electronics.howstuffworks.com/lcd.htm>hér</ a>.

Í dag held ég að það sé töluvert hagkvæmara að versla sér DLP skjávarpa, frekar en LCD skjávarpa. Báðir þjóna sínum tilgangi
vel. En DLP finnst mér skila sér betur, og þeir geta verið alveg ótrúlega smáir. Þeir kosta aðeins meira, en með íslenskt blóð
í æðum okkar, höfum við þessa tilfinningu að eignast það nýjasta. <a href=http://www.skjavarpi.is>Skjávarpi.is</a> hafa verið
með margt mismunandi í skjávörpum.
Það sem skiptir máli þegar á að velja sér slíkan er upplausn á skjánum, lágmark að hafa 1024x768 pixla (XGA) ef það á að nota
skjávarpann við tölvuna. En hægt er að redda sér á 800x600 upplausn, og sjónvarpsupplausn er rétt undir 800x600 pixlum.
Birtumagn skjávarpans segir til um hversu mikla birtu hann getur sett út á tjaldið, ef það er bjart úti þá er frekar ólíklegt
að hægt sé að horfa á tjaldið vegna birtu. Hugtakið “contrast rate” hef ég ekki skilið ennþá, kannski er einhver svo vænn að
útskýra það fyrir okkur ? Svo er aðalmálið að vita hversu lengi ljósaperan endist.

Kannski eftir sumarið, ef ég verð heppinn þá er spurning hvort ég fái mér 7" LCD skjá og linsur og fleira tilheyrandi til
að <a href=http://www.hugi.is/graejur/greinar.php?grein_id=16 338826>smíða skjávarpa</a>.
DMD kostar hinsvegar 500 þúsund með stýringu, (og skjá náttúrulega) eitt og sér, það borgar sig aldrei þar sem góður skjávarpi
kostar helmingi minna.

Skjávarpi er mjög skemmtileg lausn og ég væri til í að nota þannig sem sjónvarp, tölvuskjá og allt dótið inní herbergi hjá mér.
Og ég vil mestalagi borga 50 þúsund fyrir þannig græju. En góður kostar 250 þúsund.
Sjónvörp þurfa ekki nýja túbu, þau eyðileggjast bara á endanum, en perurnar í skjávörpum þarf að endurnýja reglulega.
Það kostar alltaf að hafa flottari hluti. Það er alltaf skemmtilegra að glápa á sjónvarpið á meira en 60" skjá. Og maður
upplifir myndina mun betur þannig. Ef maður nær endum saman í fjárhagslífinu er góð afþreying að sleppa imbanum, og nota skjávarpa
í staðinn.