Ég er ekki nógu sáttur við útsendingar Sýn frá Masters.

T.d. í dag þá hefst útsending kl. 21:00. Á þessum tíma þá verður síðasta hollið komið á ca. 11. - 14. holu!

Ernie Els, Tiger Woods, Davis Love III og fleiri stórstjörnur eru allir komnir á seinni hring núna og útsending hefst eftir 4 klst. á Sýn!

Mér finnst þetta alveg með ólíkindum vegna þess að Sýn hefur leyfi til að sýna frá Masters sem er stærsta mót hvers árs þegar Ryder Cup er ekki haldið og gera það alltaf jafn illa.

Nú neyðist ég til að horfa á mótið heima hjá félaga mínum sem er með Sky Digital og er því pollrólegur en er áskrifandi að Sýn og hefði viljað horft á Masters heima í stofu frekar…<br><br>——————-
<i>make par, not war</i
——————-