Sælir virku félar hérna á Huga.is.

Ég var að velta því fyrir mér hvort að það mætti ekki lengja Toyota mótaröðina. Nú eru vellir misjafnir á vorin og haustinn.
það hefur sést síðustu ár, að um leið og seinasta mót mótarraðarinnar sem er nú yfirleitt um 10 sept, að menn hætti bara að spila golf. Er ekki kominn tími að reyna að lengja tímabil
keppnisgolfara á Íslandi? Nú veit ég að það eru mót á sumargrínum langt fram í Okt og mót byrja nú á sumargrínum í byrjun maí sumstaðar. Væri ekki gott fyrir keppniskylfinga að byrja kannski fyrsta mót um 10 mái í Vestmannaeyjum, Hellu, eða Leirunni og síðan enda kannski líka á þessum völlum svona 10 Okt. Nú veit ég að meirihluti vallarstarfsmanna á golfvöllum Íslands eru nemar en það hlítur nú að vera möguleiki að finna eitthvað úr því.
Hvað segið þið 7-9 Toyota mót á ári?