Ég vona að einhverjir hafi haft tækifæri til þess að fylgjast með Dunhill mótinu, þetta var mjög skemmtilegt mót!

Lee Westwood hélt forskotinu sem hann hafði fyrir síðasta hring en sigraði aðeins með naumindum á -21 undir pari, höggi á undan Ernie Els sem setti mikla pressu á Westwood og lék á 64 höggum. Það var þó ekki besti hringur dagsins, Englendingurinn Brian Davis lék á 62 höggum og setti nýtt vallarmet á Old Course!

Þetta er annar sigur Lee Westwood á rúmum mánuði og hann er nú kominn í 4. sæti á peningalista European Tour. Ernie Els er sem fyrr í efsta sæti og jók forskot sitt á Írann Darren Clarke sem missti flugið í dag og spilað á 72 höggum.

Feðgarnir Sam og Daniel Torrance sigruðu liðakeppnina á -37 undir pari.<br><br>——————-
<i>make par, not war</i
——————-