Margar spekúlasjónir hafa komið fram í gegnum tíðina um hvernig þessar geimverur ferðast nú á milli, ef þær gera svoleiðis. Margir hafa talað um eitthvað anti-gravity field sem geimskipin hafa, sem virkar þannig að það sendir anti-gravity waves í hvaða átt sem er (gefur fullkomið þrívíddarflug) frá geimfarinu og það hendist svo í akkúrat öfuga átt. Sumir hafa líka spáð í tæknina á bak við svokallað vörpudrif, en sú hugmynd er vinsæl í StarTrek þáttunum. Það byggist í stuttu máli á því að þjappa rúminu fyrir framan sig saman og þenja það út fyrir aftan, og láta þannig sjálft rúmið knýja sig áfram, með þessari aðferð væri hægt að ná gífurlegum hraða, margfölum hraða ljóssins, en það þyrfti líka nær óþrjótandi orkuuppsprettu og tækniframfarir sem við getum ekki alveg séð framhjá ennþá. Ég hef líka birt þá skoðun að geimskipin séu lífverir, þ.e. eitthverjar lífverur sem hafa þróast í að geta ferðast sjálft án faratækja og jafnvel með farþega og þá einhverskonar samlífi. Svo er það spurningin, hvað haldið þið um þetta?