Í nótt varð næstum því fjölskylduharmleikur á heimilinu :(
Við vöknum upp við fjaðrafok og garg og læti, stökkvum upp og sjáum í rassinn á svarthvítu meindýri (venjulega þykir mér vænt um ketti en þetta meindýr er búið að sitja um húsið síðan í haust), út um svefnherbergisgluggann sem aldrei þessu vant var með aðeins meira en smá rifu.
Litla dúllan okkar (páfagaukurinn) tryllt af hræðslu, flögraði út úr búrinu þegar við komum en við náðum henni eftir mikla mæðu.
Hann hafði ekki náð að blóðga hana en hún missti stélfjaðrirnar og slatta af öðrum fjöðrum. Ég hafði mestar áhyggjur af því að litla hjartað myndi ekki þola þetta en síðan í morgun er hún búin að vera sjálfri sér lík nema hvað hún hefur engar stélfjaðrir og getur ekki flogið. Er því auðveld bráð ef kvikindið kemst inn aftur.
Ég hélt að við værum laus við kvikindið, ekki séð hann í nokkra mánuði en hann er greinilega lúmskur. Svarthvítt ógeð, algerlega ómerktur, með enga ól.
Sá 8 ára var svo heitur í morgun að hann ætlar að fá sér “hlébarða og temja hann og siga honum á köttinn”.
Ég veit að það er í eðli katta að veiða fugla en er ekki eitthvað bogið við uppeldi á köttum sem troða sér inn um allar mögulegar rifur á ókunnugum húsum (ég er a.m.k. þeirrar skoðunar).
Elskurnar mínar, merkiði kettina (svo maður geti nú alla vega skammast í eigendunum!)og helst bjöllur á þá alla. Það sem væri allra best, að ala kettina sína vel upp (t.d. ekki venja þá á að þeir megi fara inn um alla glugga sem þeir sjá).
Hér eftir verður líklega bara að lofta út einu sinni á dag undir ströngu kattalöggueftirliti. Kannski ekki svo vitlaus hugmynd með hlébarðann?
Kveð ykkur,